Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Gleðilegt nýtt ár - Nýárspistill bæjarstjóra
Fréttir

Gleðilegt nýtt ár - Nýárspistill bæjarstjóra

Árið 2019 var viðburðaríkt í Hólminum. Hér verður stiklað á stóru og farið yfir það helsta. Stykkishólmur heldur áfram að heilla kvikmyndagerðafólk en tökum á sjónvarpsþáttunum 20/20 lauk snemma á árinu og gekk samstarf Saga film og Hólmara vel. Þó íbúar séu þessum heimsóknum vanir, þá lífga þær engu að síður upp á bæjarlífið meðan á tökum stendur.
10.01.2020
Íbúasamráð um leikvelli
Fréttir

Íbúasamráð um leikvelli

Líkt og áður hefur verið greint frá var Stykkishólmsbær valin eitt af fjórum sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni sem sett var á legg af Sambandi íslenskra sveitafélaga og Akureyrarkaupstaðar.
10.01.2020
Sorphirða gengur hægt vegna veðurs
Fréttir

Sorphirða gengur hægt vegna veðurs

Vegna snjóþyngdar og veðurs gengur sorphirða hægar en vant er þessa dagana. Samkvæmt sorphirðudagatali Stykkishólms átti gráa tunnan að vera tæmd í gær en ekki náðist að fara um allan bæ vegna veðurs.
09.01.2020
Þrettándabrenna við Vatnsás
Fréttir

Þrettándabrenna við Vatnsás

Blysför verður kl. 19:45 frá Hólmgarði þaðan sem álfum og tröllum verður fylgt á brennu. Kveikt verður í brennunni við Vatnsás kl. 20:00.
06.01.2020
Draugasögur á þrettándanum
Fréttir

Draugasögur á þrettándanum

Mánudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður viðburður í Norska húsinu undir yfirskriftinni Ísland í gamla daga - Draugasögur á þrettándanum. Viðfangsefnið er ísland í gamla daga í meðförum Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðings og sagnakonu.
03.01.2020
Hafa staðið brennuvakina til fjölda ára
Fréttir

Hafa staðið brennuvakina til fjölda ára

Áramótabrennan var vel sótt eins og vant er orðið. Brennan fór vel fram enda í öruggum höndum bræðranna Boga Th. Bragasonar og Tómasar Magna Bragasonar sem staðið hafa brennuvaktina saman í hartnær 20 ár.
02.01.2020
Friðarganga á Þorláksmessu
Fréttir

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss.
20.12.2019
Helgileikurinn og litlu jólin í leikskólanum
Fréttir

Helgileikurinn og litlu jólin í leikskólanum

Litlu jólin voru haldin í leikskólanum miðvikudaginn 18. desember og hófust að venju með helgileik elstu nemendanna. Búningarnir sem notaðir eru í leiknum eru mjög gamlir og saumaðir af St. Fransiskussystrum. Vekja þeir alltaf mikla athygli auk þess að margir foreldrar rifja gjarnan upp við þetta tækifæri hvaða hlutverk þeir höfðu í leiknum á sínum tíma. Eftir leikinn tók við jólaball en þar spiluðu Villi og Matti fyrir okkur jólalögin og jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum gjafir. Við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur við að gera þetta að góðum degi.
20.12.2019
Áramóta- og þrettándabrenna
Fréttir

Áramóta- og þrettándabrenna

Á Gamlárskvöld verður kveikt áramótabrennu kl. 20:30 við Vatnsás í landi Stykkishólms líkt og undanfarin ár. Fögnum nýju ári og kveðjum það gamla. Mánudaginn 6. Janúar 2020 kl. 20:00 verður kveikt í þrettándabrennu við Vatnsás í landi Stykkishólms. Við brennuna verða ýmis fyrirbæri á sveimi ásamt álfadrottningu og álfakóngi sem færa munu börnum blys. Fólk hvatt til þess að mæta með grímur og hatta og rifja upp gömlu góðu þrettándalögin. Björgunarsveitin Berserkir verður með flugeldasýningu.
20.12.2019
Auglýsing um skipulag
Fréttir

Auglýsing um skipulag

Líkt og áður var auglýst samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar þann 31. október 2019, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms, Skúlagata 26a samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2019
Getum við bætt efni síðunnar?