Fréttir
Þorrablót leikskólans
Á bóndadaginn var haldið þorrablót í leikskólanum. Nemendur og kennarar gerðu ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks í tilefni dagsins og klukkan 15 hófst svo hið eiginlega þorrablót. Börnin buðu til þorraveislu öllum þeim karlmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra. Þarna mátti því sjá feður, afa, langafa, bræður, vini og frændur sem börnin sýndu stolt möppur sínar. Í salnum var búið að koma fyrir þrautabraut og hlaðborði með þorramat á og inni á deildum var ýmis verkefni að finna.
29.01.2020