Fara í efni

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu austan Aðalgötu Stykkishólmsbæ

04.12.2019
Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulagstillögu austan Aðalgötu skv. 1. og 2. mgr 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið afmarkast af Víkurgötu og Aðalgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa sem standa við Skúlagötu til austurs. Í deiliskipulagsgerðinni verður unnið með það markmið að leiðarljósi að þétta byggðina með því að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem munu falla vel að gamla bæjarkjarna Stykkishólms.

Skipulagslýsingin er  kynnt fyrir almenningi og hagsmunaaðilum og mun liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar til og með föstudagsins 20. desember 2019. Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma  á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, sjá hér.

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 20. desember 2019 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is.

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.

Getum við bætt efni síðunnar?