Fara í efni

Ungmennahús í Stykkishólmi vekur athygli

05.12.2019
Fréttir

Í gær funduðu í Hólminum starfsmenn ungmennahúsa á Íslandi en hópurinn hittist einu sinni í mánuði til að skiptast á hugmyndum, efla samstarfið og ræða málefni ungs fólks á Íslandi og hvað hægt sé að gera til að bæta starfið.

Markmið ungmennahúsa er að skapa vettvang fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára til að hittast. Tryggja þeim jafnan aðgang að ungmennahúsi í sinni heimabyggð.

Nýverið var sett á legg ungmennahús í Stykkishólmi og vildi hópurinn sýna stuðning með því að mæta í Hólminn og leggja sitt að mörkum við mótun starfsemi þess.

Mættir voru starfsmenn frá eftirfarandi ungmennahúsum. Hamrinum Hafnafirði, Molanum Kópavogi, Mosanum Mosfellsbæ, 88 húsinu Reykjanesbæ og Hvíta húsinu Akranesi. Hópnum voru færðar þakkir fyrir heimsóknina og góð ráð.

Getum við bætt efni síðunnar?