Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Einar Áskell í leikskólanum
Fréttir

Einar Áskell í leikskólanum

Í dag kom Bernd Ogrodnik brúðumeistari til okkar með brúðusýninguna um Einar Áskel. Það voru foreldrafélagið og leikskólinn sem buðu í sameiningu upp á þessa sýningu. Ekki var annað að sjá en að börnin skemmtu sér vel. Myndir eru komnar inn á heimasíðuna.
01.11.2019
Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi 2021
Fréttir

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi 2021

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Stykkishólmi árið 2021. Mótið er blanda af íþróttum, alls kyns keppnum og hreyfingu með það að markmiði að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag og geta allir tekið þátt á sínum forsendum.
17.10.2019
Fréttabréf Tónó komið út
Fréttir

Fréttabréf Tónó komið út

Fréttabréf Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir októbermánuð er komið út. En þar er að finna yfirlit yfir tónleikahald í haust auk helstu frétta frá Tónlistarskólanum. Þar kemur m.a. fram að nokkur ný hljóðfæri hafi verið keypt á dögunum, þar á meðal tveir vandaðir gítarar, tvö ukulele, þverflautur, túba og rafmagnspíanó ætlað til útleigu.
15.10.2019
Fræðslu- og umræðuþing um framtíð Breiðafjarðar
Fréttir

Fræðslu- og umræðuþing um framtíð Breiðafjarðar

Breiðafjarðarnefnd og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efna til fræðslu- og umræðuþings um framtíð verndarsvæðisins á Breiðafirði. Þingið fer fram í Tjarnarlundi í Dalabyggð þann 23. október og stendur frá lk. 11:00 til kl. 16:00.
15.10.2019
Fundað um vegamál á Vesturlandi
Fréttir

Fundað um vegamál á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standi fyrir fundum um vegamál á Vesturlandi. Fundað verður í Stykkishólmi næstkomandi miðvikudag, 16. oktoóber, kl. 16:00 á Amtsbókasafninu.
14.10.2019
Sjókonur á Snæfellsnesi
Fréttir

Sjókonur á Snæfellsnesi

Í tilefni af Strandmenningarhátíð á Snæfellsnesi 2019 heimsækir Dr. Margaret E. Willson Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, laugardaginn 19. október kl. 17:00-19:00.
09.10.2019
Hátt í hundrað manns mættu á íbúafund í gær
Fréttir

Hátt í hundrað manns mættu á íbúafund í gær

Hátt í hundrað manns mættu á íbúafund um fyrirhugaða rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi á vegum kanadíska fyrirtækisins Acadian Seaplants í gærkvöldi. Stykkishólmsbær á nú í viðræðum við fyrirtækið varðandi frekari framvindu í þeim málum, líkt og ráðgjafarnefnd vegna málsins lagði til í skýrslu sinni.
09.10.2019
Gæti komið til rafmagnstruflana seinnipart dags
Fréttir

Gæti komið til rafmagnstruflana seinnipart dags

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að vegna undirbúninga fyrir vinnu Landsnets í þessari viku gæti komið til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi, Kolbeinsstaðahreppi, Eyja og Miklaholtshreppi, Skógarströnd og Suður Dölum í dag milli kl: 17.00 og 18.00. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
07.10.2019
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Áður auglýstur viðverutími atvinnuráðgjafa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fellur niður í dag, mánudag. En verður þess í stað á morgun, þriðjudaginn 8. okt. Kl. 13:00-15:00.
07.10.2019
Ný stjórn foreldrafélags leikskólans
Fréttir

Ný stjórn foreldrafélags leikskólans

Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn í gærkvöldi í sal skólans, Mostraskeggi. Kosin var ný stjórn fyrir skólaárið 2019-2020 og í henni sitja: Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir, formaður Ingunn Alexandersdóttir, gjaldkeri Anna Margrét Ólafsdóttir, ritari Elva Rún Óðinsdóttir, meðstjórnandi Ósk Hjartardóttir, meðstjórnandi Fundurinn samþykkti að félagsgjaldið yrði kr. 450,- fyrir hvert barn á mánuði frá 1. nóvember. Enn vantar tvo fulltrúa í foreldraráð leikskólans og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við leikskólastjóra.
04.10.2019
Getum við bætt efni síðunnar?