Fara í efni

Höfðingleg gjöf

09.12.2019
Fréttir

Kvenfélagið Hringurinn Stykkishólmi var í fararbroddi við söfnun fyrir göngubretti sem Endurhæfingadeild SFS, HVE Stykkishólmi fékk að gjöf nýverið.  Fengu þær liðstyrk frá Lionsklúbbnum Hörpunni Stykkishólmi og Lionsklúbbi Stykkishólms við söfnunina en heildarverð var tæplega 1.500.000. Formenn klúbbanna mættu til að afhenda göngubrettið þann 21.nóvember sl. og var boðið uppá kaffi og kökur í tilefni dagsins.

Göngubrettið sem var keypt er sérstaklega sterkt og getur borið 200kg, það er einnig mjög lágt uppstig til að komast uppá brettið og hægt er að byrja mjög hægt. Rafrænn skjár sem sýnir hraða, tíma og halla er mjög skýr og er hægt að tengja við púlsmælir og svo má tengja allt við tölvu og tengja þar við forrit. Þetta bretti er þannig sérstaklega hannað til endurhæfingar og þjálfunar á mjög breiðum hópi skjólstæðinga.

Við þökkum kærlega fyrir okkur

f.h endurhæfingadeildar HVE Stykkishólmi

Hrefna Frímannsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?