Fréttir
Samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla frá og með skólaárinu 2021-2022
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær breytingar sem fela í sér samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla Stykkishólmsbæjar frá og með skólaárinu 2021-2022, en markmið þessara breytinga er fyrst og fremst að auka mátt tónlistar í sveitarfélaginu með því að auka svigrúm til faglegrar stjórnunar og ríkari kennsluskyldu sem byggi undir gæði náms og möguleika til kennslu, sem og flæði tónlistarskóla eða tónlistanáms í grunnskólanum. Þá styður breytingin jafnframt við framtíðaráform Stykkishólmsbæjar um stækkun grunnskólans og byggingar tónlistarskóla við grunnskólann.
26.02.2021