Fara í efni

Bæjarstjóri felldi jólatré í Sauraskógi

30.11.2020
Fréttir

Það var köld stilla og jólalegt um að litast í Sauraskógi síðastliðinn miðvikudag, 25. nóvember, þegar bæjarstjóri felldi jólatréð sem prýðir Hólmgarðinn yfir jólahátíðina.

Eins og fram hefur komið völdu íbúar jólatréð í ár, valið stóð á milli stafafuru og sitkagreni og bar grenið sigur úr býtum. Þetta tignarlega tré, sem var gróðursett í Sauraskógi árið 1970, hefur nú verið sett upp í Hólmgarði.

Jólaljósin verða tendruð með óhefðbundnu sniði þetta árið vegna sóttvarnarráðstafana. Eins og vant er mun 1. bekkur grunnskóla þó sjá um að tendra ljósin sem gert verður á skólatíma með yngstu bekkjum grunnskólans viðstöddum. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu verður því ekki hátíðlegur viðburður fyrir alla bæjarbúa þegar ljósin eru tendruð.

Eins og sjá má á myndunum hér að neðan lék bæjarstjóri husqvarna-keðjusög þjónustumiðstöðvarinnar öruggum höndum með tilsögn frá Jóni Beck, verkstjóra, þegar hann felldi tréð í fallegu veðri í Sauraskógi í síðustu viku.

Jón Beck hafði umsjón með verkinu.

Fyrst var að klifra upp og festa spotta í tréð.

Bæjarstjóri handleikur sögina örugglega.

Eins og vanur maður.

BB&Synir komu trénu til byggða.

Að lokum var það frágangurinn.

Getum við bætt efni síðunnar?