Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tilkynning frá slökkviliðsstjórum á Vesturlandi
Fréttir

Tilkynning frá slökkviliðsstjórum á Vesturlandi

Slökkviliðsstjórar hjá öllum slökkviliðum á Vesturlandi hafa tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geisar. Slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.
11.05.2021
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf við heimaþjónustuna í Stykkishólmi laust til ums…
Fréttir

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf við heimaþjónustuna í Stykkishólmi laust til umsóknar

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf við heimaþjónustuna í Stykkishólmi laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 14. maí.
11.05.2021
Bergur ásamt bæjarstjóra.
Fréttir

Bergur Hjaltalín lætur af störfum eftir farsælan feril

Bergur J. Hjaltalín, forstöðumaður fasteigna, lét af störfum þann 1. maí sl. eftir 13 ára starf hjá Stykkishólmsbæ. Bergur tók við nýstofnuðu starfi umsjónarmanns fasteigna þann 1. maí 2008. Undir nýtt starfssvið féllu verkefni fráfarandi húsvarðar grunnskólans auk umsjónar með viðhaldi annarra fasteigna Stykkishólmsbæjar. Bergur minnist þess með bros á vör þegar hann mætti á nýju skrifstofuna sína, sem þá var til húsa í Egilsenshúsi. En nýju starfi fylgdi galtóm skrifstofa. Hans fyrsta verk var því að innrétta skrifstofuna.
10.05.2021
Fjölmiðlar og landsbyggðir ? málstofa í streymi
Fréttir

Fjölmiðlar og landsbyggðir ? málstofa í streymi

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
10.05.2021
Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum við vinnuskóla og laus sumarstörf fyrir námsmenn
Fréttir

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum við vinnuskóla og laus sumarstörf fyrir námsmenn

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum til að vinna með unga fólkinu okkar í sumar, mikil útivera og gleði! Einnig eru auglýst sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Um er að ræða þátttöku Stykkishólmsbæjar í átaksverkefni á vegum vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn nú í sumar í ljósi aðstæðna af völdum COVID-19. Meðal starfa eru fjölbreytt umhverfisstörf, störf sem snúa að stjórnsýslu og þjónustu við bæjarbúa, störf sem tengjast atvinnumálum og ýmis skráningarvinna.
07.05.2021
Samkeppni um nafn á skrifstofu- og frumkvöðlasetri í Stykkishólmi
Fréttir

Samkeppni um nafn á skrifstofu- og frumkvöðlasetri í Stykkishólmi

Einkahlutafélagið Suðureyjar ehf. mun síðar í þessum mánuði opna skrifstofu- og frumkvöðlasetur að Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Félagið hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal bæjarbúa og annarra áhugasamra um nafn á setrinu. Frestur til að senda tillögu að nafni ásamt rökstuðningi er til miðnættis sunnudaginn 23. maí nk. Veitt verða þrenn vegleg verðlaun fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar.
07.05.2021
Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandisey
Fréttir

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandisey

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandiseyju. Markmið skipulagsvinnunnar er tvíþætt, annars vegar að skapa ramma utan um svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagsverkefnið byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðisins.
05.05.2021
Sumarnámskeið fyrir börn
Fréttir

Sumarnámskeið fyrir börn

Stykkishólmsbær býður í sumar upp á leikjanámskeiðið fyrir 1.-3. bekk og ævintýranámskeið fyrir 4.-7. bekk líkt og síðasta sumar.
30.04.2021
Góðar fréttir frá félagsmiðstöðinni X-inu
Fréttir

Góðar fréttir frá félagsmiðstöðinni X-inu

Miðvikudaginn 21. apríl fór fram söngkeppni SamVest, sem er undankeppni 9 félagsmiðstöðva á Vesturlandi, þar sem X-ið tefldi fram einum keppanda. Í kjölfar keppninnar var haldin vökunótt fyrir ungmennin í íþróttamiðstöðinni sem var mjög vel sótt.
29.04.2021
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verða til viðtals í ráðhúsinu mánudaginn 3. maíl kl. 13-15. SSV ? þróun og ráðgjöf er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins og veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála og vinnur að þróun búsetuskilyrða á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
29.04.2021
Getum við bætt efni síðunnar?