Fréttir
Hvatning til eldri borgara: Förum í sund!
Verkefnið heilsuefling eldri borgara í Stykkishólmi, sem hófst haustið 2018, hefur vakið verðskuldaða athygli víðs vegar um landið og verið öðrum hvatning til að huga betur að heilsueflingu og lýðheilsu eldri borgara. Í Stykkishólmi er til staðar öflugur mannauður og einstaklega góðir innviðir til þess að við getum áfram staðið okkur vel í þessum málaflokki. Íþróttamannvirkin, þ.m.t. sundlaugin, er hluti af þeim innviðum þar sem fjölmargir möguleikar eru til fjölbreyttrar sundiðkunar og æfinga.
12.02.2021