Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Greni var það heillin
Fréttir

Greni var það heillin

Auglýst var snemma í nóvember að íbúar gætu valið jólatréð sem sett verður upp í Hólmgarði í ár. Valið stóð á milli sitkagreni og stafafuru sem bæði standa í Sauraskógi og voru valin í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms.
24.11.2020
Opnun Leikskólans í Stykkishólmi á milli jóla og nýárs 2020.
Fréttir

Opnun Leikskólans í Stykkishólmi á milli jóla og nýárs 2020.

Stykkishólmsbær vill skapa fjölskylduvænna samfélag með frekari tækifærum til jákvæðrar samveru foreldra og barna yfir jólahátíðina sem og starfsfólks leikskólans með fjölskyldum sínum. Því vill Stykkishólmsbær bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af leikskólagjöldum í desember. Afslátturinn felst í því að lækka gjöldin sem nemur þremur dögum 28.-30. desember fyrir þá sem ekki nýta sína dvalartíma. Leikskólinn verður því opinn með lágmarksstarfsemi.
23.11.2020
Stykkishólmur í ratleikjaappi
Fréttir

Stykkishólmur í ratleikjaappi

Ratleikja Appið er auðvelt og skemmtilegt leikjaapp fyrir alla fjölskylduna. Appið býður upp á ratleiki í mismunandi bæjarfélögum á Íslandi og er aðgengilegt öllum. Appið er auðvelt í notkun, en leikirnir eru bæði fyrir unga sem aldna
20.11.2020
Við minnum á sérstaka styrki til barna frá tekjulágum heimilum
Fréttir

Við minnum á sérstaka styrki til barna frá tekjulágum heimilum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.
19.11.2020
Aðventa á Snæfellsnesi
Fréttir

Aðventa á Snæfellsnesi

Innan skamms fer aðventan í hönd og þetta skrýtna ár breytir engu um það. Aðventa er tími undirbúnings, huggulegheita og samveru. Styttum okkur stundir heima á Snæfellsnesi, gefum Snæfellsnes í jólagjöf og styðjum við fólkið á bak við fyrirtækin og þjónustuaðilana á Snæfellsnesi og finnum gjafir hér heima í ár.
19.11.2020
Þörf á nýrri og stærri Breiðafjarðarferju
Fréttir

Þörf á nýrri og stærri Breiðafjarðarferju

Breiðarfjarðarferjan Baldur hefur sætt aukinni gagnrýni undanfarið þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og vakin athygli á að í ferjunni sé ekki fyrir hendi varavél.
13.11.2020
Kynning á Áfangastaðaáætlun Vesturlands
Fréttir

Kynning á Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Nú stendur yfir vinna við aðgerðaáætlun Áfangastaðaáætlunnar Vesturlands 2021 - 2023. Af því tilefni verður rafræn netkynning á verkefninu þar sem Áfangastaðaáætlun Vesturlands er kynnt.
12.11.2020
Jólin koma snemma í ár
Fréttir

Jólin koma snemma í ár

Ákvörðun var tekin um að jólaskraut Stykkishólmsbæjar færi snemma upp þetta árið til að lýsa upp skammdeigið og létta lund bæjarbúa í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar vinna nú baki brotnu að því að festa jólaskreytingarnar góðu á ljósastaura bæjarins, en skrautið er að margra mati ómissandi hluti af jólahaldi Hólmara.
11.11.2020
Dagur íslenskrar tungu
Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. ?Í tilefni af honum skorar Stykkishólmsbær á íbúa að taka þátt og setja orð í glugga líkt og gert var við bangsa fyrr á árinu.
11.11.2020
Íbúar velja jólatréð í ár
Fréttir

Íbúar velja jólatréð í ár

Í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms hafa tvö tré í Sauraskógi verið valin sem koma til greina sem jólatré Hólmara í ár. Íbúum er nú boðið að velja hvort tréð verður sett upp í Hólmgarðinum sem jólatréð í ár.
10.11.2020
Getum við bætt efni síðunnar?