Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Fréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar, kl 14.00. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna.
14.01.2021
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar miðvikudaginn 6. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 4. janúar. Alls bárust 14 umsóknir í sjóðinn.
13.01.2021
Grjóthrun úr sjálfri kerlingunni í Kerlingarskarði
Fréttir

Grjóthrun úr sjálfri kerlingunni í Kerlingarskarði

Myndband frá Kerlingarskarði sem Sumarliði Ásgeirsson deildi á facebook síðu sinni hefur vakið töluverða athygli. Myndbandið er tekið með dróna sem flýgur yfir kerlinguna í Kerlingarskarði og sýnir að töluvert hefur hrunið úr henni. Sjálfur giskar Sumarliði á að kerlingin hafi misst 5- 6 metra af hæð sinni.
12.01.2021
Lausar lóðir við Sæmundarreit í Stykkishólmi - Útsýni yfir Breiðafjörð
Fréttir

Lausar lóðir við Sæmundarreit í Stykkishólmi - Útsýni yfir Breiðafjörð

Lóðirnar Sæmundarreitur 1 og 2 eru auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2021.
06.01.2021
Ókeypis bókasafnskort
Fréttir

Ókeypis bókasafnskort

Nú um áramótin gekk sú breyting í gildi að aðild að Amtsbókasafninu í Stykkishólmi var gerð ókeypis. Nú geta því allir nýtt sér allan safnkost Amtsbókasafnsins án þess að draga upp veskið. Á bókasafninu er veitt fjölbreytt þjónusta. Auk þess að lána út bækur og tímarit eru til útláns DVD diskar, kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir. Nýverið var auk þess tekið upp á því að lána út borðspil. Amtsbókasafnið er auk þess aðili að Rafbókasafninu.
05.01.2021
Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir 50% tímabundna stöðu forfallakennara frá 1. febrúar nk.
04.01.2021
Áramótin í Stykkishólmi
Fréttir

Áramótin í Stykkishólmi

Vert er að minna bæjarbúa á að í samráði við lögreglu hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa áramóta- og þrettándabrennum í ár í samræmi við sóttvarnareglur. Veðrið leikur hinsvegar við okkur þessa dagana og eru áframhaldandi horfur á heppilegu veðri til útivistar næstu daga. Því er um að gera að njóta veðursins og bregða sér í göngu eða út að leika með börnunum. Á gamlársdag er svo útlit fyrir hægan vind og bjart veður víða á landinu, en þó eru líkur á lítilsháttar skúrum eða éljum um landið vestanvert.
30.12.2020
Jólakveðja frá Leikskólanum
Fréttir

Jólakveðja frá Leikskólanum

Gleðilega jólahátíð. Litlu jólin og helgileikurinn tókust mjög vel og sem betur fer gátum við streymt beint til forelda elstu barnanna helgileiknum. Við fengum einn jólasvein í heimsókn og gættum ýtrustu sóttvarna og var sveinki með grímu undir öllu skegginu :) Vík og Bakki héldu sín litlu jól alveg sér og fengu líka jólasvein í heimsókn en sá sveinn kom innan úr húsi.
22.12.2020
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla óskar eftir starfsmanni í skráningu
Fréttir

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla óskar eftir starfsmanni í skráningu

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla auglýsir eftir starfsmanni í skráningu safnmuna.
22.12.2020
Tónleikar frá Stykkishólmskirkju heim í stofu
Fréttir

Tónleikar frá Stykkishólmskirkju heim í stofu

Í kvöld, 22. desember kl. 20:30, er boðið til jólatónleika heima í stofu. Tónleikarnir fara fram í Stykkishólmskirkju en verða aðgengilegir á YouTube rás Stykkishólmsbæjar. Fyrir tónleikunum stendur Gerður Silja Kristjánsdóttir með aðstoð þeirra sem fram koma á tónleikunum, en fram koma Hólmarar úr ýmsum áttum.
22.12.2020
Getum við bætt efni síðunnar?