Fréttir
Plokkum í tilefni af Degi umhverfisins
Þann 25. apríl ár hvert er Degi umhverfisins fagnað víða um land, en dagurinn er tileinkaður umhverfinu sem hvatning til að tengjast náttúrunni og efla umhverfisvitund. Meðal þess sem landsmenn munu gera er að leggja leið sína út í náttúruna og tína rusl. Íbúar Stykkishólmsbæjar eru hvattir til að taka þátt og fegra nærumhverfið. Hægt verður að nálgast ruslatínur til láns og poka undir rusl hjá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar um helgina. Fyrir utan Gámastöðina Snoppu verður tunnu komið fyrir þar sem íbúar geta hent rusli eftir plokk.
23.04.2021