Óskað eftir athugasemdum um framtíð Breiðafjarðar
Breiðafjarðarnefnd hefur unnið að verkefni sem gengið hefur undir nafninu ?Framtíð Breiðafjarðar? síðan 2019. Nú liggur fyrir samantekt nefndarinnar á framvindu og niðurstöðum verkefnisins.
Breiðafjarðarnefnd hefur sent samantektina til umsagnar sveitarstjórna við fjörðinn. Samantektin er auk þess birt á heimasíðu nefndarinnar og óskað eftir athugasemdum íbúa.
Frestur til þess að gera athugasemdir er til 19. desember 2020, athugasemdum skal skilað á netfangið breidafjordur@nsv.is.
Að umsagnarfresti liðnum verður lokahönd lögð á samantektina og umsagnir sveitarstjórna og athugasemdir íbúa birtar í sérstökum kafla aftast í samantektinni. Athugið að athugasemdir verða birtar undir nafni. Lokaútgáfu samantektarinnar, ásamt niðurstöðum nefndarinnar, verður loks skilað til umhverfisráðherra sem svo tekur ákvörðun um næstu skref.
Hægt er að skoða samantektina hér: