Hundahreinsun
Hundaeigendur athugið: Árleg hundahreinsun fer fram næstkomandi helgi hjá dýralækninum að Höfðagötu 18, 5.-6. desember.
Vegna sóttvarnarráðstafana er hundaeigendum skipt upp í fjóra hópa, eftir stafrófsröð skráðra eigenda, og hver hópur beðin um að koma á viðeigandi tíma skv. töflu hér að neðan.
Hópar eru skipaðir eftir upphafsstaf skráðra eigenda.
Hópur 1 (eigendur A-G): laugardaginn 5.12 kl. 11.00-12.00
Hópur 2 (eigendur H-K): laugardaginn 5.12 kl. 14.00-15.00
Hópur 3 (eigendur L-R): sunnudaginn 6.12 kl. 11.00-12.00
Hópur 4 (eigendur S-Ö): sunnudaginn 6.12 kl. 14.00-15.00
Minnt er á að nota grímu halda fjarlægð eins og kostur er.
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta haft samband í síma 438-1224.
Hundahreinsun er innifalin í hundaleyfisgjaldi