Fara í efni

Sundlaugin opnar á ný

09.12.2020
Fréttir

Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun, fimmtudaginn 10. desember. Sundlaugum landsins verður heimilt að opna á ný en þó með takmörkunum líkt og fyrr.

Í ljósi þessa opnar sundlaugin í Stykkishólmi kl. 07.00 í fyrramálaið, venju samkvæmt. Sundlaugagestir eru minntir á 2 metra regluna og grímuskyldu í klefum og anddyri.

Fyrirkomulag skólastarfs helst að mestu óbreytt. Þó verða ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld niður, þar af leiðandi geta öll leikskólabörn í Stykkishólmi t.d. hist í sal leikskólans og haldið saman litlu jólin.

Hægt er að kynna sér helstu tilslakanir á sóttvarnareglum á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Getum við bætt efni síðunnar?