Fara í efni

Jólalest Tónlistarskólans á ferðinni um helgina

09.12.2020
Fréttir

Næstkomandi laugardag, 12.desember, verður jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms á ferðinni. Lestin stoppar á völdum stöðum þar sem nemendur Tónlistarskólans flytja jólalög. Fjörið byrjar á nokkrum jólalögum fyrir utan dvalarheimilið kl. 15:30.

Dagskrá lestarinnar:

    15.30 Nemendur spila jólalög við Dvalarheimilið.
    16.00 Lestin ekur niður Skólastíg og stoppar á torginu við Norska húsið.
    16.20 Lestin ekur upp Aðalgötu og stoppar við verslun Skipavíkur.
Lestin ekur á gönguhraða með tónlist og miklu sjónarspili svo tilvalið er að fá sér göngutúr með. Hver veit nema jólasveinar sláist með í för.

 
Getum við bætt efni síðunnar?