Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Málþing um íbúasamráð hjá sveitarfélögum
Fréttir

Málþing um íbúasamráð hjá sveitarfélögum

Málþing um íbúasamráð verður haldið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga mánudaginn 9. nóvember kl. 9:30-12:00. Þar verður fjallað um reynslu og þekkingu Stykkishólmsbæjar, Akureyrarbæjar, Norðurþings og Kópavogsbæjar um hvernig hægt sé að beita samráðsaðferðum. Fyrir hönd Stykkishólmsbæjar mun Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, fjalla um samráð um uppbyggingu á leiksvæðum í Stykkishólmi.
08.11.2020
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi 30 ára
Fréttir

Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi 30 ára

Þann 10. nóvember nk. verður íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi 30 ára, en íþróttamiðstöðin var vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 10. nóvember 1990. Framkvæmdir hófust hinsvegar 22. maí 1987 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, tók fyrstu skóflustunguna.
06.11.2020
Vikupóstur stjórnenda grunnskólans
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda grunnskólans

Kæru vinir Enn þurftum við að gera breytingar á skólastarfinu og í þetta sinn er skólastarf hjá 1. - 4. bekk meira og minna það sama fyrir utan að það eru engar íþróttir og engir sundtímar. Einnig urðum við að fækka tímum í list- og verkgreinum.
06.11.2020
Lesstund á pólsku
Fréttir

Lesstund á pólsku

Lesið fyrir nemendur sem eru með pólsku sem móðurmál
03.11.2020
Skóla- og æskulýðsstarf í Stykkishólmi í samræmi við nýjar reglur
Fréttir

Skóla- og æskulýðsstarf í Stykkishólmi í samræmi við nýjar reglur

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tók gildi nú í morgun og gildir til og með 17. nóvember nk., með fyrirvara um breytingar. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja að sem minnst röskun verði á skólastarfi vegna COVID-19 sjúkdómsins með ýtrustu sóttvarnarsjónarmið að leiðarljósi.
03.11.2020
Nýtt skipulag vegna hertra sóttvarnalaga
Fréttir

Nýtt skipulag vegna hertra sóttvarnalaga

Við vonum að allir hafi haft það gott í haustfríinu :-) Þar sem sóttvarnarreglur hafa verið hertar að nýju munum við kynna nýtt skipulag í tölvupósti til foreldra seinna í dag. Skólastarf mun hefjast kl. 10 í fyrramálið.
03.11.2020
Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember
Fréttir

Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Haustfrí er í Grunnskólanum í Stykkishólmi í dag og á morgun, 2. og 3. nóvember. Þriðjdaginn 3. nóvember tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða.
02.11.2020
Sóttvarnarráðstafanir hertar
Fréttir

Sóttvarnarráðstafanir hertar

Í Stykkishólmi er nú einn skráður í einangrun vegna COVID-19. Tekið skal fram að ekki er um að ræða nýtt smit heldur leiðrétta skráningu. Á morgun, 31. október, taka gildi nýjar og hertar sóttvarnarráðstafanir. Sömu reglur verða í gildi um allt land. Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer niður í tíu manns, en var áður tuttugu.
30.10.2020
Lokaskýrsla um íbúasamráðsverkefni Stykkishólmsbæjar
Fréttir

Lokaskýrsla um íbúasamráðsverkefni Stykkishólmsbæjar

Samband íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarbær fengu í lok árs 2018 styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að fara í reynsluverkefni um íbúasamráð. Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær tóku þátt í verkefninu, auk Akureyrarbæjar. Verkefni sveitarfélaganna vörðuðu m.a. samráð við börn og ungmenni og samráð á sviði íþrótta- og tómstundamála.
30.10.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Á skipulagsdaginn síðasta þriðjudag vorum við með Menntabúðir í skólanum. Þær ganga út á að starfsmenn kynni alls konar nýjungar sem þeir eru að nota í kennslu. Annað starfsfólk getur svo lært af þeim.
30.10.2020
Getum við bætt efni síðunnar?