Fara í efni

Hinsegin Vesturland

11.02.2021
Fréttir

Hinsegin Vesturland verður stofnað með formlegum hætti í dag 11. febrúar kl. 20:00. 

Markmið félagsins er að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara. Félagið mun meðal annars standa fyrir félagsstarfi, fræðslu og ráðgjöf auk menningartengdra viðburða. Félagið stefnir einnig að samstarfi við skóla og félagsmiðstöðvar á Vesturlandi.

Stofnfundurinn er opinn öllum. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu Hinsegins Vesturlands

Fögnum fjölbreytileikanum!

Getum við bætt efni síðunnar?