Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Hin formlega útskrift elstu nemenda leikskólans fór fram í Stykkishólmskirkju 27. maí s.l. Átján nemendur útskrifast í sumar og fluttu þau metnaðarfulla dagskrá fyrir fjölskyldur sínar í útskriftinni sem samanstóð af sönglögum og þulum.
10.06.2021
Breytilegur vistunartími í leikskólanum
Fréttir

Breytilegur vistunartími í leikskólanum

Frá 1. september 2021 verður heimilt að vera með breytilegan vistunartíma í leikskólanum með ákveðnum skilyrðum. Aðstæður hafa breyst hjá mörgum foreldrum m.a. með tilkomu styttingar vinnuvikunnar og sveigjanlegur vistunartími gæti því orðið til góðs fyrir margar fjölskyldur. Einnig verður frá 1. september hægt að sækja að nýju um tíma til kl. 16:30 að því gefnu að sóttvarnaraðgerðir verði ekki hertar á ný og að lágmark 5 nemendur séu skráðir með þann tíma.
10.06.2021
Frá skólaslitum
Fréttir

Frá skólaslitum

Grunnskólanum í Stykkishólmi var slitið þann 3. júní. Haldnar voru tvær athafnir. Fyrst fyrir 1. - 7. bekk á Amtsbókasafninu og var foreldrum 1. bekkjar heimilt að sækja athöfnina.
10.06.2021
Sumarlestur Amtsbókasafnsins er hafinn
Fréttir

Sumarlestur Amtsbókasafnsins er hafinn

Árlegur sumarlestur Amtsbókasafnins er farinn af stað og verður í allt sumar. Í ár verður boðið upp á sumarlestur fyrir börn og fullorðna. Ungir lesendur geta bætt einum miða í bókaorminn í barnadeildinni fyrir hverja bók sem þeir lesa. Í hverjum mánuði er dreginn út einn heppinn lesandi sem fær verðlaun. Í lok sumars fá allir sem taka þátt í sumarlestrinum glaðningin auk þess sem sá eða sú sem á flesta miða í orminum fær vegleg verðlaun.
08.06.2021
Klifurveggur settur upp í íþróttamiðstöðinni
Fréttir

Klifurveggur settur upp í íþróttamiðstöðinni

Í síðustu viku hófst uppsetning á klifurvegg í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Kristján Sveinsson, í samstarfi við Stykkishólmsbæ, sótti um styrk í uppbyggingasjóð Vesturlands og hlaut þaðan styrk upp á 500.000 kr.
08.06.2021
Frá heimsókn biskups í Ásbyrgi
Fréttir

Vísitasía biskups

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Stykkishólmsprestakall mánudag og þriðjudag í liðinni viku. Með biskup í för voru aðstoðarmaður biskups sr. Þorvaldur Víðisson og prófastur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Vísitasía biskups var fyrirhuguð í mars 2020, en var frestað þegar heimsfaraldurinn skall á.
07.06.2021
Sjómannadagshelgin í Stykkishólmi
Fréttir

Sjómannadagshelgin í Stykkishólmi

Á sunnudaginn kemur, 6. júní, verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðsvegar um land. Líkt og á síðasta ári hefjast hátíðarhöldin snemma í Hólminum þegar Bæjarbandið, eins og það er kallað í daglegu tali, treður upp á plássinu kl 21:00 á laugardagskvöldinu. Sjómannalög verða í forgrunni og er fólk hvatt til að taka vel undir.
03.06.2021
Vísitasía biskups
Fréttir

Vísitasía biskups

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Stykkishólmsprestakall mánudag og þriðjudag í liðinni viku. Með biskup í för voru aðstoðarmaður biskups sr. Þorvaldur Víðisson og prófastur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason.
01.06.2021
Sumaropnun Norska hússins.
Fréttir

Sumaropnun Norska hússins.

Þann 1. apríl síðastliðinn opnuðu tvær sýningar í Norska hússinu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda formlega opnun og verður hún því 3. júní næstkomandi.
01.06.2021
Opið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vesturlands
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vesturlands

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnishæfur og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.
01.06.2021
Getum við bætt efni síðunnar?