Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2021-2025
Fréttir

Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2021-2025

Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2021-2025 vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna fimm hefur verið birt. Framkvæmdaáætlunin tekur m.a. mið af frammistöðu síðastliðinna ára og svæðisbundnum áhættuþáttum. Skjalið er eitt af því sem leggur grunninn að umhverfisvottunarverkefni Snæfellsness og er lýsing á helstu umhverfis- og samfélagstengdum verkefnum sveitarfélaganna næstu fimm ára.
25.02.2021
Laust starf í Ásbyrgi Stykkishólmi
Fréttir

Laust starf í Ásbyrgi Stykkishólmi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf í ?Ásbyrgi? í Stykkishólmi , sem er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu.
23.02.2021
Hlaðvarp um starfsemi SSV
Fréttir

Hlaðvarp um starfsemi SSV

Vesturland í sókn er nýr hlaðvarpsþáttur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem fylgst er með störfum og verkefnum þeirra sem vinna að því að þróa og bæta innviði og atvinnutækifæri á Vesturlandi.
22.02.2021
Atvinnumál kvenna: opið fyrir umsóknir til 1. mars
Fréttir

Atvinnumál kvenna: opið fyrir umsóknir til 1. mars

Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til að sækja um.
22.02.2021
Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Fréttir

Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.
22.02.2021
Öskudagur með óhefðbundnu sniði
Fréttir

Öskudagur með óhefðbundnu sniði

Fyrirtæki og þjónustuaðilar Stykkishólms voru ekki heimsótt þetta árið í tilefni öskudagsins með tilheyrandi skrúðgöngu og söng. Gangan hefur verið fastur liður á öskudaginn í 35 ár og verður gaman að sjá til hennar að ári liðnu. Fyrirtæki studdu engu að síður skemmtun sem fór fram á skólatíma með glaðning sem afhentur var í lok skóladags.
19.02.2021
Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara eina frá 1. apríl og aðra frá 1. júní 2021. Einnig kemur til greina afleysingarstaða í sumar.
19.02.2021
Opinn íbúafundur: Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
Fréttir

Opinn íbúafundur: Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Snæfellsbæjar, Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Minjastofnunar Íslands og Náttúrustofu Vesturlands unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Opinn rafrænn íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:30-19:30 í gegnum Teams. Fólk er beðið um að skrá sig á fundinn á vef Umhverfisstofnunar í síðasta lagi þriðjudaginn 23. febrúar.
18.02.2021
Íþróttamaður Snæfells 2020
Fréttir

Íþróttamaður Snæfells 2020

Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið valin Íþróttamaður Umf. Snæfells árið 2020.
18.02.2021
Stykkishólmsbær býður öllum í sund á morgun 17. febrúar!
Fréttir

Stykkishólmsbær býður öllum í sund á morgun 17. febrúar!

Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er ?Hreyfðu þig daglega?. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
16.02.2021
Getum við bætt efni síðunnar?