Fara í efni

Snæfellsnes kemur vel út í könnun á búsetuskilyrðum og hamingju

10.02.2021
Fréttir

Birtar hafa verið niðurstöður nýrrar könnunar á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar um búsetuskilyrði, hamingju og viðhorf fólks til síns sveitarfélags. Könnunin var framkvæmd í september og október sl. og send út á íslensku, ensku og pólsku. Þátttakendur í könnuninni voru 10.253 talsins, þarf af 1.635 á Vesturlandi og byggir hún á hliðstæðri könnun sem gerð var árið 2017. Höfundar skýrslunnar eru hagfræðingarnir Vífill Karlsson hjá SSV og Helga María Pétursdóttir hjá SSNE.

Íbúar á Snæfellsnesi hamingjusamastir

Íbúar á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum reyndust hamingjusamastir allra og voru íbúar á Snæfellsnesi jafnframt jákvæðastir allra íbúa á Vesturlandi í afstöðu til síns sveitarfélags.

Þá kom fram í skýrslunni að íbúar á Snæfellsnesi gáfu ásýnd hæstu einkunn allra og voru þeir ánægðir með loftgæði, sorpmál, umferðaröryggi og umhverfismál.

Í heildarstigagjöf fyrir landsvæðin 24 og þau 40 búsetuskilyrði sem spurt var um var Snæfellsnes í 5. sæti.

Sjá nánar á:

Skessuhorn

SSV

Skýrslan í heild

Getum við bætt efni síðunnar?