Fara í efni

Staða slökkviliðsstjóra Stykkishólmsbæjar og nágrennis laus til umsóknar

02.02.2021
Fréttir

Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar, stöðu slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis. Um er að ræða hlutastarf sem hægt er að sinna samhliða öðru starfi.
Yfirmaður slökkviliðsstjóra er bæjarstjóri.

 

Starfssvið:

  • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðs sveitarfélagsins í samræmi við lög um brunavarnir. 
  • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins, tækjum og búnaði.
  • Umsjón með brunarvarnaráætlun sveitarfélagsins. 
  • Úttektir, eldvarnareftirlit. 
  • Samskipti við lögreglu, almannavarnir og aðra hagsmunaaðila vegna skyldna sveitarfélagsins skv. lögum um brunavarnir og eftir atvikum almannavarnarlögum.

 

Menntunar ? og hæfniskröfur:

  • Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður og hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum. 
  • Frumkvæði,  metnaður og leiðtogafærni.
  • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Góðir samskiptahæfileikar. 
  • Lipurð í mannlegum samskiptum. 

 

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi í slökkviliði og/eða haldgóða þekkingu á stjórnun slökkviliðs. 
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2021.
Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið jakob@stykkisholmur.is, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í síma 433 8100 og netfang: jakob@stykkisholmur.is

 
Getum við bætt efni síðunnar?