Nýjar reglur um styrkveitingar samþykktar
Á dögunum voru samþykktar nýjar reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Með reglunum er komið á fastmótaðra ferli við meðferð styrkumsókna hjá bænum.
Markmið reglnanna er að styðja enn frekar við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi, ásamt því að samræma styrkveitingar á vegum bæjarfélagsins og stuðla að faglegri afgreiðslu þeirra.
Reglurnar fela í sér að bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og eftir atvikum bæjarráð, veitir innan ramma fjárhagsáætlunar bæjarins félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki bæjarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun bæjarstjórnar sem og ósamningsbundnum fjárhagslegum styrkjum til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Almennar styrkveitingar fara fram tvisvar á ári og verður næst auglýst eftir styrkumsóknum í ágúst 2021.
Nýjar áherslur Lista- og menningarsjóðs Stykkishólmsbæjar
Með hinum nýju reglum hafa verið gerðar breytingar á reglum Lista- og menningarsjóðs Stykkishólms sem fela í sér að lögð er áhersla á styðja og styrkja lista- og menningarstarf Stykkishólms með því að leggja sérstaka áherslu og gera hærra undir höfði verkefni sem styðja við menningararf Stykkishólms og hafa verðveislugildi til lengri tíma, t.d. í formi listaverka, skýrslu, fræðibóka, vísindagreina, bókmennta eða annarrar útgáfu. Undir þetta fellur m.a. stuðningur við útgáfustarfsemi er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins og stuðningur við varðveislu menningarminja. Styrkumsóknir til viðburðahalds og almennir rekstrarstyrkir, t.d. tónleikahald eða styrkir til félagasamtaka, falla samkvæmt framangreindu ekki undir styrkhæfi Lista- og menningarsjóðs heldur undir almennar styrkumsóknir.
Áfram mun vera auglýst eftir styrkumsóknum til Lista- og menningarsjóðs í fyrstu viku desembermánaðar ár hvert. Umsóknum í Lista- og menningarsjóð skal skilað fyrir nýársdag ár hvert. Styrkveitingar fara fram einu sinni á ári og skal stjórn, sem er kosin á fjögurra ára fresti, tilkynna ráðstöfun tekna sjóðsins á þrettánda degi jóla ár hvert.
Reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar má nálgast hér
Markmið reglnanna er að styðja enn frekar við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi, ásamt því að samræma styrkveitingar á vegum bæjarfélagsins og stuðla að faglegri afgreiðslu þeirra.
Reglurnar fela í sér að bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og eftir atvikum bæjarráð, veitir innan ramma fjárhagsáætlunar bæjarins félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki bæjarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun bæjarstjórnar sem og ósamningsbundnum fjárhagslegum styrkjum til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Almennar styrkveitingar fara fram tvisvar á ári og verður næst auglýst eftir styrkumsóknum í ágúst 2021.
Nýjar áherslur Lista- og menningarsjóðs Stykkishólmsbæjar
Með hinum nýju reglum hafa verið gerðar breytingar á reglum Lista- og menningarsjóðs Stykkishólms sem fela í sér að lögð er áhersla á styðja og styrkja lista- og menningarstarf Stykkishólms með því að leggja sérstaka áherslu og gera hærra undir höfði verkefni sem styðja við menningararf Stykkishólms og hafa verðveislugildi til lengri tíma, t.d. í formi listaverka, skýrslu, fræðibóka, vísindagreina, bókmennta eða annarrar útgáfu. Undir þetta fellur m.a. stuðningur við útgáfustarfsemi er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins og stuðningur við varðveislu menningarminja. Styrkumsóknir til viðburðahalds og almennir rekstrarstyrkir, t.d. tónleikahald eða styrkir til félagasamtaka, falla samkvæmt framangreindu ekki undir styrkhæfi Lista- og menningarsjóðs heldur undir almennar styrkumsóknir.
Áfram mun vera auglýst eftir styrkumsóknum til Lista- og menningarsjóðs í fyrstu viku desembermánaðar ár hvert. Umsóknum í Lista- og menningarsjóð skal skilað fyrir nýársdag ár hvert. Styrkveitingar fara fram einu sinni á ári og skal stjórn, sem er kosin á fjögurra ára fresti, tilkynna ráðstöfun tekna sjóðsins á þrettánda degi jóla ár hvert.
Reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar má nálgast hér