Fara í efni

Laust starf verkefnastjóra við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

15.03.2021
Fréttir

Verkefnastjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra við Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi sinnir rannsóknum á sjófuglum á Breiðafirði og Snæfellsnesi, einkum æðarfugli. Rannsóknasetrið hefur aðsetur í Ráðhúsi Stykkishólms. Rannsóknasetrið er hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands sem samanstendur af tíu sjálfstæðum rannsóknasetrum víða um land. Markmið stofnunarinnar er m.a. að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni og þá er stofnunin jafnframt vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni.
 
Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.03.2021

Upplýsingar um helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á vef Stjórnarráðsins

Nánari upplýsingar gefur Jón Einar Jónsson - joneinar@hi.is - 847 2436

Getum við bætt efni síðunnar?