Fara í efni

Stykkishólmsbær krefst aðgerða af hálfu samgönguyfirvalda

12.03.2021
Fréttir

Stykkishólmbær hefur ítrekað bent á að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og jafnframt gert athugasemdir við að í ferjunni sé einungis ein aðalvél en ekki tvær með því óöryggi sem því fylgir. Atvik gærdagsins er enn ein áminningin um óboðlega stöðu sem við sem samfélag viljum ekki búa við og íbúar svæðisins sætta sig ekki við. Við þessa stöðu verður ekki unað og krefst Stykkishólmsbær úrbóta strax.

Stykkishólmsbær gerir þá kröfu til samgönguyfirvalda, sem ábyrgð bera á öryggi samgangna, að málið verði tekið föstum tökum strax og öryggi þessarar þjóðleiðar um Breiðafjörð verði tryggt.

Getum við bætt efni síðunnar?