Fara í efni

Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn

21.11.2022
Fréttir

Kosningu er lokið. Grenitréð varð fyrir vali íbúa.

Árið 2020 var breyting gerð á þeirri gömlu hefð að þiggja grenitré að gjöf frá vinabæ okkar Drammen í Noregi. Stykkishólmsbær hafði þann sið á frá árinu 1984 en í samræmi við sjálfbærnistefnu Snæfellsness og með vaxandi umhverfisvitund og umræðu um loftslagsmál var tekin ákvörðun um að sækja ekki vatnið yfir lækinn og nýta þau tré sem vaxa í nærumhverfinu í stað þess að þiggja fleiri tré frá Drammen.

Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn

Líkt og í fyrra hafa nú, í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms, tvö tré í verið valin sem koma til greina sem jólatréð í Hólmgarði í ár. Íbúum er nú boðið að velja hvort tréð verður sett upp.

Valið stendur á milli:

  • Stafafura gróðursett í Sauraskógi árið 1977
  • Sitkagreni gróðursett í Lágholti um 1970.

Sitkagrenið er staðsett í bakgarði í Lágholti og hefur eigandi þess, Kristjón Daðason, boðið sveitarfélaginu að nýta það sem jólatréð í ár í ljósi þess að fjarlægja þarf tréð. Um er að ræða glæsilegt rúmlega 7 metra hátt sitkagreni.

NEÐST Í FRÉTTINNI ER HLEKKUR Á KÖNNUNINA

Ljósin á trénu verða tendruð þriðjudaginn 1. desember við pomp og prakt kl. 18:00. Nánar um það þegar nær dregur.

Myndir af trjánum

Hér að neðan má sjá myndir af trjánum sem valið stendur á milli. Tréð sem verður fyrir vali íbúa verður svo sótt af starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar nk. mánudag, 28. nóvember.


Stafafura, um 10 metrar að hæð. Gróðursett árið 1977


Sitkagreni, rúmlega 7 metrar að hæð. Gróðursett um 1970.

Bergur Hjaltalín dregur upp síðasta tréð frá Drammen með lítillegri aðstoð. Árið 2019.
Getum við bætt efni síðunnar?