Fara í efni

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms og tveggja nýrra deiliskipulagstillagna

18.11.2022
Fréttir

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og tillögur að nýjum deiliskipulagsáætlunum fyrir grænan iðngarð við Kallhamar og stækkun athafnasvæðis við Hamraenda.

Lýsingin er sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

Skipulagslýsingin er til sýnis á vef sveitarfélagsins og á bæjarskrifstofunni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta kynnt sér efni hennar. Lýsingin er jafnframt send Skipulagsstofnun og öðrum aðilum til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir.

Skipulagslýsingin verður kynnt sérstaklega á opnu húsi, sem haldið verður miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17-18 í Amtbókasafninu í Stykkishólmi.

Ábendingar varðandi skipulagslýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 9. desember 2022 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is.


Hér má nálgast lýsinguna

 

Stykkishólmi, 18. nóvember 2022.


Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Kallhamrar
Getum við bætt efni síðunnar?