Fara í efni

LED-væðing götulýsingar í Stykkishólmi heldur áfram

18.11.2022
Fréttir

Í dag, 18. nóvember, heldur LED-væðing götuljósa í Stykkishólmi áfram. Byrjað verður á að endurnýja ljós á flötunum og í framhaldi verður skipt um hausa á stærstu staurunum í bænum. Samhliða því verður gert við bilaða staura. Hafist verður handa við verkefnið í dag og unnið áfram að því næstu daga.

Sveitarfélagið tók við ljósastaurum af Rarik á árinu 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum lömpum og LED lampar settir í staðinn. Þetta bætir lýsingu og sparar rekstrakostnað á götulýsingu í Stykkishólmi umtalsvert. Búið er að LED-væða  Ægisgötu, Tangagötu,  Bókhlöðustíg, suðvesturenda Höfðagötu, Hamraenda, göngustíg á íþróttasvæði, ásamt bílastæðum við grunnskólann og Stykkishólmskirkju.

Hér að neðan má sjá yfirlitskort sem sýnir þá ljósastaura sem verða LED-væddir í þessum áfanga.

Byrjað verður að bæta götulýsingu á flötunum í dag.
Getum við bætt efni síðunnar?