Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Lausar stöður í leikskólanum frá 8. ágúst 2022
Fréttir

Lausar stöður í leikskólanum frá 8. ágúst 2022

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar eftirfarandi stöður frá 8. ágúst 2022: 100% stöðu deildarstjóra í afleysingum 100% stöðu sérkennslustjóra 100% stöður leikskólakennara Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu.
04.04.2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ fara fram þann 14. maí 2022. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar er til kl 12, föstudaginn 8. apríl n.k.
04.04.2022
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi nk. mánudag, 4. apríl frá kl. 13 til 15. Áhugasömum er bent á að nýta sér þjónustu þeirra.
31.03.2022
Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi
Fréttir

Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær óskar eftir kvenkyns starfsmanni til starfa í Íþróttamiðstöð Stykkishólmsbæjar frá og með 1.júlí 2022, um er að ræða vaktavinnu í 100% starfshlutfalli. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, vera íslenskumælandi og hafa ríkulega þjónustulund og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar starfsmannafélags.
31.03.2022
Sameiningartillaga samþykkt með afgerandi hætti
Fréttir

Sameiningartillaga samþykkt með afgerandi hætti

Íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ samþykktu sameiningartillöguna með afgerandi hætti laugardaginn 26. mars. Tæplega 92% íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og tæplega 79% íbúa í Helgafellssveit. Úrslit kosninga voru birt á vefsíðu verkefnisins strax að lokinni talningu. Þar má einnig sjá tölfræðilegar upplýsingar um kosninguna.
28.03.2022
Staða hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn er laus til umsóknar
Fréttir

Staða hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn er laus til umsóknar

Staða hafnarvarðar við Stykkishólmshöfn er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf auk bakvakta. Starfið felur í sér hafnsögu skipa um hafnarsvæðið, almenna starfssemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hafnarvörður vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun ásamt skráningu og skýrslugerðum sem við kemur allri umferð um hafnarsvæðið og hafsögu. Gerir reikninga og sendir út til viðskiptavina. Sinnir viðhaldi og framkvæmdum á hafnarbökkum og hafnarmannvirkjum eftir þörfum.
24.03.2022
Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

100% staða deildarstjóra stoðþjónustu laus frá 1. ágúst 2022
23.03.2022
Júlíana - hátíð sögu og bóka fer fram um helgina
Fréttir

Júlíana - hátíð sögu og bóka fer fram um helgina

Júlíana - hátíð sögu og bóka fer fram í Stykkishólmi komandi helgi, dagana 24.-26. mars. Dagskrá hátíðarinnar er hlaðin fjölda áhugaverðra viðburða og má gera ráð fyrir iðandi mannlífi í bænum um helgina. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Einar Kárason rithöfundur og sagnaskáld, Bergsveinn Birgisson rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, Anna Melsteð þjóðfræðingur, nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi, Litla Lúðrasveitin, Svenni Davíðs og Söngsveitir Blær svo fátt eitt sé nefnt.
23.03.2022
Gengið til kosninga í dag
Fréttir

Gengið til kosninga í dag

Í dag, laugardaginn 26. mars, fara fram kosningar um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.
23.03.2022
Sameiningakosningar framundan
Fréttir

Sameiningakosningar framundan

Laugardaginn 26. mars fara fram kosningar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Kjörstaður í Stykkishólmi verður í Grunnskólanum og verður kjörstaður opin frá kl. 10:00 til 18:00.
18.03.2022
Getum við bætt efni síðunnar?