Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík
Fréttir Stjórnsýsla Skipulagsmál

Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík

Þann 18. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu
25.04.2023
Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða tvo sundlaugarverði, eina konu og einn karl, til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu frá 15. maí til lok ágústmánaðar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
24.04.2023
Hopp hjól í Stykkishólmi
Fréttir

Hopp hjól í Stykkishólmi

Rafskútuleigan Hopp opnaði þjónustu sína í Stykkishólmi í dag, en Hopp býður upp á skammtímaleigu á rafskútum/rafdrifnum hlaupahjólum. Markmið sveitarfélagsins með þessu er að auðvelda íbúum og gestum að komast ferða sinna með umhverfisvænum hætti. 
18.04.2023
Sumar í Stykkishólmi
Fréttir

Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 20. apríl 2023. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla mun standa fyrir fuglabingói fyrir börn í tilefni þess að nú stendur yfir ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Einnig verður boðið upp á ratleik sem hefst við Norska húsið. Ratleikur og bingó hefjast kl. 13:00.  Að loknum ratleik verður boðið upp á grillaðar pylsur við Norska húsið.
18.04.2023
12. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

12. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

12. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 18. apríl kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
11.04.2023
Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi
Fréttir

Málþing um UNESCO vistvang á Snæfellsnesi 12. apríl

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul bjóða til málþings í nýju Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi miðvikudaginn 12. apríl 2023. Málþingið verður á ensku, en meðal fyrirlesara og gesta eru sérfræðingar að utan. Til umfjöllunar verður UNESCO Man and Biosphere (MAB) verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. MAB svæði búa yfir náttúruminjum og vistkerfum sem hafa mikla sérstöðu og alþjóðlegt verndargildi. Drifkraftur einkennir samfélagið á Snæfellsnesi sem vill áfram vera leiðandi á sviði samstarfs og umhverfismála. Málþinginu verður streymt og verður aðgengilegt á vefnum eftir á.
11.04.2023
Fallvarnarblakkir settar upp við klifurvegginn í Stykkishólmi
Fréttir

Fallvarnarblakkir settar upp við klifurvegginn í Stykkishólmi

Fimmtudaginn 30. mars sl. mætti í Hólminn Benjamin Mokry frá Klifurhúsinu Reykjavík til að kynna íþróttakennara Grunnskólans fyrir notkun á fallvarnarblökkum, sjálfvirkum búnaði sem tryggir öryggi klifrara í klifurvegnum. Búnaðurinn var gjöf frá fyrirtækjunum Agustson, Sæfell og Þórsnes. Arnar Hreiðarsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sá svo um að koma búnaðinum fyrir. Eru þessum aðilum færðar kærar þakkir fyrir þeirra framlag til klifurs í Stykkishólmi.
05.04.2023
Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Fréttir Lífið í bænum

Stykkishólmur cocktail weekend

Kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verður haldin hátíðleg dagana 5.-8. apríl. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda besta kokteilinn. Allir staðirnir sem taka þátt munu bjóða upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefnd fer svo á milli staða og tilkynnir sigurvegarann á laugardagskvöldinu. Hægt er að taka þátt í happdrætti með því að safna límmiðum sem fást með keyptum drykk á hverjum stað. Dregið verður úr happdrættinu á Fosshótel Stykkishólmi á laugardagskvöldinu.
03.04.2023
Atli frá römpum upp Ísland og Jakob Björgvin.
Fréttir

Rampað upp í Hólminum

Verkefnið römpum upp Ísland er nú í fullum gangi. Nú á dögunum kom Atli Freyr Guðmundsson í Stykkishólm til að kanna þörf á römpum hjá einkafyrirtækjum í bænum. Í ferð sinni átti hann einnig fund með bæjarstjóra og fóru þeir félagar saman yfir aðgengismál hér í bæ. Að lokinni heimsókn Atla verða gerðar teikningar af þeim römpum sem fyrirhugaðir eru á svæðinu.
03.04.2023
Helstu fréttir gefnar út mánaðarlega
Fréttir

Helstu fréttir gefnar út mánaðarlega

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Nú hefur verið sett á fót tilraunaverkefni til að ná til þeirra sem nota ekki tölvur. Fram hefur komið ákall um að bæta þurfi upplýsingaflæði til þessa hóps. Margir upplifi sig ómeðvitaða um hvað er í gangi í samfélaginu og því full þörf á að bregðast við.
03.04.2023
Getum við bætt efni síðunnar?