Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík

25.04.2023
Fréttir Stjórnsýsla Skipulagsmál

Þann 18. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu. Auk skipulagsskilmála fyrir núverandi byggðar og óbyggðar lóðir eru settir fram skilmálar fyrir nýjar lóðir við Nesveg 25 og 14a. Á vinnslustigi tillögugerðarinnar voru lóðirnar Nesvegur 22a og 24 felldar utan deiliskipulagssvæðis vegna fyrirséðra áhrifa á aðliggjandi minja- og útivistarsvæði, sem til stendur að skipuleggja í kjölfar þessa deiliskipulags.

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í móttöku ráðhússins að Hafnargötu 3, á opnunartíma kl. 10-15, frá 26. apríl til og með 9. júní 2023. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.

Opinn kynningarfundur verður haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00.

Ábendingar og/eða athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 9. júní 2023 í ráðhús Stykkishólms eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is.


Kristín Þorleifsdóttir
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsmála og skipulagsfulltrúi

Smelltu hér til að kynna þér tillöguna

Getum við bætt efni síðunnar?