Fara í efni

Rampað upp í Hólminum

03.04.2023
Fréttir

Verkefnið römpum upp Ísland er nú í fullum gangi. Nú á dögunum kom Atli Freyr Guðmundsson í Stykkishólm til að kanna þörf á römpum hjá einkafyrirtækjum í bænum. Í ferð sinni átti hann einnig fund með bæjarstjóra og fóru þeir félagar saman yfir aðgengismál hér í bæ. Að lokinni heimsókn Atla verða gerðar teikningar af þeim römpum sem fyrirhugaðir eru á svæðinu.

Gert er ráð fyrir því að ramparnir verði settir upp síðar í vor. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Stofnfé sjóðsins eru framlög einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra um allt land.

Atli frá römpum upp Ísland og Jakob Björgvin.
Getum við bætt efni síðunnar?