Fara í efni

Málþing um UNESCO vistvang á Snæfellsnesi 12. apríl

11.04.2023
Fréttir

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul bjóða til málþings í nýju Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi miðvikudaginn 12. apríl 2023. Málþingið verður á ensku, en meðal fyrirlesara og gesta eru sérfræðingar að utan. Til umfjöllunar verður UNESCO Man and Biosphere (MAB) verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. MAB svæði búa yfir náttúruminjum og vistkerfum sem hafa mikla sérstöðu og alþjóðlegt verndargildi. Drifkraftur einkennir samfélagið á Snæfellsnesi sem vill áfram vera leiðandi á sviði samstarfs og umhverfismála. Málþinginu verður streymt og verður aðgengilegt á vefnum eftir á.

Dagskrá:

Kl. 10:00 - Rúta með sögufylgd um nærumhverfið fer frá Þjóðgarðsmiðstöðinni.
Kl. 12:30 - 13:30 Hádegismatur í félagsheimilinu Röst á Hellissandi.
Kl. 14:00 - 16:30 Ráðstefna í Þjóðgarðsmiðstöðinni

Þörf er á að bóka sæti í rútu sem og í hádegismat. Skráning ekki síðar en á miðnætti 11. apríl í ragnhildur@snaefellsnes.is

Öll velkomin.

Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi
Getum við bætt efni síðunnar?