Viðgerð á vaðlaug lokið
Í sumar var ráðist í viðhaldsframkvæmdir á Sundlaug Stykkishólms. Eftir að framkvæmdir hófust var ákveðið að skipta um yfirborðsefni í vaðlauginni líka í ljósi þess að flísar á henni voru orðnar lélegar. Eftir að flísar voru fjarlægðar komu í ljós skemmdir á steypu og var undirbúningsvinna því tímafrekari en áætlað var. Verkefnið dróst svo á langinn vegna verkefnastöðu hjá verktaka. Þá þurfti einnig að byggja yfir laugina til að forða henni frá bleytu á meðan framkvæmdum stóð. Verkinu er nú lokið og búið að opna vaðlaugina á ný.