Gulur dagur 10. september
Átakið gulur september stendur nú yfir en um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á síðastliðnu ári var í fyrsta skipti heill mánuður tileinkaður þessu brýna málefni á Íslandi. Markmiðið er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.
Haustið er valið fyrir átakið vegna þess að Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október. landsmenn allir eru hvattir til að sýna stuðning og taka þátt í átakinu. Það má gera með því að klæðast gulum fötum, skreyta með gulu og þar fram eftir götunum.
„Er allt í gulu?“
Þetta slagorð var valið fyrir gulan september. Það vísar til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlúa saman að geðheilsunni.
Frekari upplýsingar um gulan september má finna hér.