Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Birkilundur - Skipulagslýsing
Fréttir Skipulagsmál

Birkilundur - Skipulagslýsing

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.02.2024
Frá öskudeginum 2023
Fréttir Lífið í bænum

Öskudagur í Stykkishólmi

Í dag er öskudagur. Dagskráin af því tilefni verður með hefðbundnum hætti í Stykkishólmi. Öskudagsganga fer frá Tónlistarskólanum kl. 14:00. Kristjón Daðason og Hafþór Guðmundsson munu leiða gönguna um bæinn.
14.02.2024
Slökkviliðið leitar að liðsauka
Fréttir

Slökkviliðið leitar að liðsauka

Slökkvilið Brunavarna Stykkishólms og nágrennis óskar eftir öflugum einstaklingum á aldrinum 20 til 35 ára af öllum kynjum til að ganga í liðið. Viðkomandi einstaklingar þurfa að hafa góða líkamsburði og vera lausir við lofthræðslu og innilokunarkennd, aukin ökuréttindi eru kostur.
13.02.2024
Slökkviliðið í Stykkishólmi hélt upp á 110 ára afmæli
Fréttir

Slökkviliðið í Stykkishólmi hélt upp á 110 ára afmæli

Þann 10. febrúar síðastliðinn voru liðin 110 ár síðan stofnað var formlegt slökkvilið í Stykkishólmi en reglugerð um slökkvilið var sett þann dag árið 1914. Haldið var upp á þennan merka áfanga í húsnæði slökkviliðsins í Stykkishólmi á 112 daginn 11. febrúar síðastliðinn. Buðu þá slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar gestum að koma og skoða bíla og búnað á svæðinu og þiggja afmælisköku í tilefni dagsins.
13.02.2024
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV verða með viðveru í Grundarfirði og í Stykkishólmi þriðjudaginn 13. febrúar 2024 þar sem boðið verður upp á opna viðtalstíma.
12.02.2024
Smelltu á myndina til að stækka hana.
Fréttir

Framkvæmdasvæði í Víkurhverfi

Vakin er athygli á því að framkvæmdir við gatnagerð standa nú yfir í Víkurhverfi. Meðfylgjandi mynd sýnir hvar framkvæmdarsvæðið er og vilja framkvæmdaraðilar beina til fólks að vera ekki inni á framkvæmdarsvæðinu í ljósi þess að þar fara stórar vinnuvélar um sem geta skapað hættu á svæðinu.
08.02.2024
Horft yfir Stykkishólmskirkju, flatirnar og Víkurhverfi
Fréttir

Íbúðarlóðir í nýju hverfi í Stykkishólmi auglýstar til úthlutunar og afsláttur á öðrum

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir 12 nýjar íbúðarhúsalóðir til úthlutunar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Gatnagerð á svæðinu verður lokið um miðjan júní 2024. Um er að ræða lóðir í nýju og fjölskylduvænu hverfi í mikilli nánd við náttúruna. Stykkishólmur er ört vaxandi sveitarfélag sem skartar fjölbreyttum atvinnuvegum og iðandi mannlífi. Samkvæmt húsnæðisáætlun er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Stykkishólmi. Áform eru jafnframt um umfangsmikla atvinnuuppbyggingu á svæðinu og því mun fylgja aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem og gesti.
07.02.2024
112 dagurinn í Stykkishólmi 2019
Fréttir Lífið í bænum

Slökkviliðið býður til afmælisveislu á 112 daginn

Þann 10. febrúar næstkomandi verða liðin 110 ár síðan stofnað var formlegt slökkvilið í Stykkishólmi. Daginn eftir afmælið, þann 11. febrúar, sem jafnframt er 112 dagurinn, mun slökkviliðið aka hring um bæinn kl. 13:00 og taka að því loknu á móti gestum og gangandi á slökkvistöðinni að Nesvegi 1a. Boðið verður upp á kaffi og kökur auk þess sem búnaður slökkviliðsins verður til sýnis. Börn eru sérskalega boðin velkomin, enda oft áhugasöm um störf og búnað slökkviliðsins.
07.02.2024
Breytingar á stjórnskipulagi og störfum hjá sveitarfélaginu
Fréttir Stjórnsýsla

Breytingar á stjórnskipulagi og störfum hjá sveitarfélaginu

Innra stjórnskipulag hefur verið til umræðu og umfjöllunar í stjórnsýslu sveitarfélagsins um nokkurt skeið. Lagt var upp með það markmið að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu og breyta skipulaginu með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð. Ráðgjafarsvið KPMG var fengið til aðstoðar við verkefnið og vann það í nánu samráði við sveitarfélagið. Tillaga KPMG að skipulagsbreytingum var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í desember sl. og var samþykkt samhljóða.
07.02.2024
Dagur leikskólans 6. febrúar 2024
Fréttir Lífið í bænum

Dagur leikskólans 6. febrúar 2024

Börnin í leikskólanum í Stykkishólmi, sérstaklega á Ási og Nesi eru sérlega áhugasöm um nýjan pappírstætara sem við keyptum síðast liðið haust. Þau byrjuðu á því að koma og sjá þegar ég var að tæta niður pappír, þau lágu á gólfinu og horfðu á hvernig pappírinn varð að strimlum í pappírshólfinu. Seinna fengu þau að prófa að setja pappírinn sjálf í tætarann, undir minni umsjón. Þá er gjarnan eitt barnið sem matar tætarann og önnur sem liggja á gólfinu og horfa á hann koma niður í pappírshólfið.
06.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?