Heilsudagar í Hólminum framundan - Komdu og vertu með
Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 23. september - 1. október í tilefni af íþróttaviku Evrópu sem haldin víðsvegar um álfuna í september á ári hverju. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi sem getur hentað öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja íbúa til þess að hreyfa sig reglulega.
Megin markmið sveitarfélagsins þessa daga er að kynna allt það góða starf sem nú þegar er í boði, en jafnframt vekja athygli á öðrum möguleikum til hreyfingar á svæðinu.
Frítt er á alla fyrirlestra og íbúar hvattir til að taka þátt og finna sína hreyfingu til framtíðar.
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að sjá dagskrána.
Mánudagurinn 23. september
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
8:50
Heilsuefling 60+ opinn tími - Átak líkamsrækt
Danskennsla í grunnskólanum
Dans- og útikennsla fyrir leikskólabörn
12:30
Opinn fyrirlestur með sjúkraþjálfara bakdeildar - 4. hæð
14:00-18:00
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells - íþróttamiðstöð
17:00
Samhjól á vegum HJÓVEST – Lagt af stað frá Skildi
18:10
Opin krossfit æfing - Reiturinn
Þriðjudagurinn 24. september
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
Danskennsla í grunnskólanum
Dans- og útikennsla fyrir leikskólabörn
10:30
Boccia fyrir 60+ - íþróttamiðstöð
10:30
Opinn fyrirlestur með hjúkrunarfræðing bakdeildar á 4. hæð HVE
12:30
Heilsuefling 60+ opin hópatími með stöðvaþjálfun í íþróttasalnum
13:30-18:30
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells í íþróttamiðstöð
17:10
Opin krossfit æfing - Reiturinn
Miðvikudagurinn 25. september
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
Útikennsla fyrir leikskólabörn
10:30
Slökun fyrir 60+ - Höfðaborg
13:00
Opinn fyrirlestur með Sjúkraþjálfara bakdeildar - 4. hæð HVE
13:30-18:30
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells - íþróttamiðstöð
18:10
Opin krossfit æfing - Reiturinn
Fimmtudagurinn 26. september
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
Útikennsla fyrir leikskólabörn
12:30
Heilsuefling 60+ opinn hópatími með stöðvaþjálfun - íþróttasalnum
13:30-18:00
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells - íþróttamiðstöð
17:10
Opin krossfit æfing - Reiturinn
20:00
Gul sundopnun Notaleg tónlist og gulur drykkur í boði, sögustund í heitum potti. Örsögur í kalda, Mullers æfingar, Gullra sokka boðsund, Slökun í innilaug. -Sundlaugin
21:00
Opin æfing í badminton – íþróttasal
Föstudagurinn 27. september
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
8:10-11:10
Útikennsla grunnskólans yngsta stig – Nýræktarskógur
8:50
Heilsuefling 60+ opinn tími - Átak líkamsrækt
10:30
Hreyfing 60 + - Höfðaborg
13:30-15:00
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells - íþróttamiðstöð
16:00-21:50
Fjölliðamót KKÍ 7. Fl stúlkna - íþróttamiðstöð
14:00
Samsöngur - Höfðaborg
Laugardagurinn 28. september
09:00
Opin krossfit æfing - Reiturinn
10:00-17:00
Frítt í sund
09:00-20:50
Fjölliðamót KKÍ 7. Fl stúlkna - íþróttamiðstöð
11:00
Ganga um nýjan göngustíga með formanni skógræktarfélagsins - Nýræktarskógur
16:00
Sjór og Sauna, opið hús í Móvík
Sunnudagurinn 29. september
09:00-14:50
Fjölliðamót KKÍ 7. Fl stúlkna - íþróttamiðstöð
12:00-17:00
Frítt í sund
11:00
Utanvegahlaup frá bílastæði við Nýræktarskógur
Mánudagurinn 30. september
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
Útikennsla fyrir leikskólabörn
12:30
Opinn fyrirlestur með sjúkraþjálfara bakdeildar - 4. hæð
14:00-18:00
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells - íþróttamiðstöð
18:10
Opin krossfit æfing - Reiturinn
Þriðjudagurinn 1. október
Göngum í skólann – tökum þátt í átaki ÍSÍ
07:05-22:00
Frítt í sund
07:10
Sund og Pottaspjall - sundlaug
08:30
Næringin skapar meistarann -Fyrirlestur fyrir nemendur grunnskólans með Elísu Viðarsdóttur
13:30-18:30
Opnar æfingar yngri flokka Snæfells í íþróttamiðstöð
17:10
Opin krossfit æfing - Reiturinn
20:00
Geðlestinn – Geðhjálp með samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði - Snæfellsbæ, félagsheimilinu Klifi.