Fara í efni

Samningur um ljósleiðaravæðingu landsins

27.09.2024
Fréttir

Fimmtudaginn 19. september staðfestu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Sveitarfélagið Stykkishólmur er meðal þeirra sveitarfélaga sem samningurinn nær til og undirritaði bæjarstjóri samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Háhraða fjarskipti eru forsenda fyrir Íslendinga til þess að sinna störfum sínum, námi og hafa aðgang að þjónustu. Ljósleiðaravæðing á landsbyggðinni er eitt umfangsmesta byggðaverkefni síðari ára. Gott samstarf hefur verið milli ríkis og sveitarfélaga í þessu mikilvæga verkefni, að tengja landið allt ljósleiðurum. Samstarf um betri framtíð og öflugri innviði sem styrkja byggðir landsins

- sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, þegar samningar voru undirritaðir.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á heimasíðu Stjórnarráðsins

Getum við bætt efni síðunnar?