Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hrekkjavaka í Hólminum
Fréttir

Hrekkjavaka í Hólminum

Hrekkjavaka verður laugardaginn 31. október en hátíðin fer sífellt vaxandi hér á landi. Stykkishólmsbær hefur útbúið ratleik sem kemur í stað ?grikk eða gott?-göngu barna í ár. Ratleikurinn er hugsaður þannig að börn og fjölskyldur geti farið saman út og leitað að vissum myndum sem komið hefur verið fyrir á hverri stöð.
30.10.2020
Skipulagsdagur í leikskólanum
Fréttir

Skipulagsdagur í leikskólanum

Þriðjudaginn 27. október var skipulagsdagur í leikskólanum. Þann dag vorum við á rafrænu málþingi um frjálsan leik barna sem bar heitið "Bara leikur?" það var Félag leikskólakennara sem hélt málþingið. Til þess að gæta allra sóttvarna vorum við á nokkrum stöðum í húsinu á meðan á málþinginu stóð.
29.10.2020
Menntabúðir á skipulagsdegi í grunnskólanum
Fréttir

Menntabúðir á skipulagsdegi í grunnskólanum

Í gær var skipulagsdagur í skólanum og voru settar upp Menntabúðir þar sem starfsfólk skólans var með kynningar fyrir aðra í starfsmannahópnum. Hérna er hægt að sjá dagskrána sem var mjög metnaðarfull: https://read.bookcreator.com/aTNu7rjHLSaBm0yNxRRSa_ET8l-FntUUx_oNrcHODEE/-no1cN90TNm4F7pMrXH_8Q?fbclid=IwAR25B4QEsX6OAkfzfRqtB89r3chRQdzCx5IFg41QRHM8VEwSRj9N271xduc
28.10.2020
Móholt 14-16 laus til umsóknar - Auglýsing
Fréttir

Móholt 14-16 laus til umsóknar - Auglýsing

Lóðin Móholt 14-16 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er 10 dagar. Lóðin er á skilgreindu íbúðarsvæði og er ætluð fyrir einlyft par- eða einbýlishús samkvæmt skipulagsskilmálum.
27.10.2020
Fjarkynning á menningarstyrkjum úr uppbyggingarsjóði Vesturlands
Fréttir

Fjarkynning á menningarstyrkjum úr uppbyggingarsjóði Vesturlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2020. Af því tilefni stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni og svarar spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV.
26.10.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Nú er fjórðungi skólaársins lokið. Það er undarlegt til þess að hugsa, annars vegar finnst manni það of lítið en einnig að svo margt sé búið að það hljóti að vera meira. Þetta felur í sér að 1. - 4. bekkur skiptir nú um faggrein í hringekju og hefur því lokið myndlist, sköpun, textíl eða smíði fyrir þetta árið.
23.10.2020
Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

Auglýst er laus til umsóknar 50% tímabundin staða forfallakennara?. ?Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 150 nemendur. Gleði ? samvinna ? sjálfstæði eru einkunnarorð skólans og störfum við eftir Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að efla starfið enn frekar í þeim anda. Stykkishólmsbær eða ?Bærinn við eyjarnar? er 1200 manna bær á Snæfellsnesi með fallega náttúru og öflugt mannlíf. Í Stykkishólmi er vottað heilsueflandi vatn í sundlauginni.?
23.10.2020
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2020. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.
22.10.2020
Nýjar reglur í gildi
Fréttir

Nýjar reglur í gildi

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi á miðnætti en samkvæmt henni gildir nú tveggja metra nándarregla um allt land. Þá er einnig grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna.
20.10.2020
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir lausar stöður
Fréttir

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir lausar stöður

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf: Forstöðumaður Smiðjunnar, Náms- og starfsráðgjafi.
15.10.2020
Getum við bætt efni síðunnar?