Fara í efni

Jafningjahópur í Stykkishólmi

07.12.2022
Lífið í bænum Aðsendar greinar

Umræða er ævinlega holl fyrir alla.

Krabbameinsfélag Snæfellsness er starfandi á öllu Snæfellsnesinu og hefur gert það síðan árið 2015. Stjórn félagsins hefur mikinn áhuga á því að gera félagið sýnilegra og vinna að því að það komi að góðu gagni fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Krabbameinsgreindir geta sótt um styrk hjá: krabbsnae@gmail.com

Í Grundarfirði er starfandi innan vébanda þess félagsskapurinn Von þar sem fólk úr þessum hópi kemur saman og ræðir málin eða nýtur þess bara að hittast. Margir hafa lýst því hversu gefandi það er að hitta annað fólk í svipaðri stöðu og skiptast á skoðunum um þetta málefni. Er þetta nokkurs konar lífsakkeri hjá mörgum.

Í Stykkishólmi er hópur fólks sem hefur áhuga og vilja á því að hér í bæ verði stofnaður álíka félagsskapur. Auk þess að vera stuðningshópur jafningja væri hægt að fá öðru hvoru inn fyrirlesara og aðra fræðslu. Búið er að fá vilyrði fyrir húsnæði hér og félagar úr Von eru líka tilbúnir að koma hingað og liðsinna okkur. Þar að auki hefur verið leitað til samtakanna Ljósið um góð ráð og handleiðslu.

Fundir jafningjahópsins í Stykkishólmi verða haldnir mánaðarlega, annan miðvikudag hvers mánaðar og mun fyrsti fundur verða haldinn í Setrinu miðvikudaginn 14. desember kl. 17.00. Fundirnir eru opnir þeim sem greinst hafa með krabbamein sem og aðstandendum krabbameinssjúklinga og hvetjum við þá til að mæta.

Það er von okkar að þessi félagsskapur geti orðið einhverjum athvarf og stuðningur .

Svanborg Siggeirsdóttir, Sigurþór Hjörleifsson, Ragna Sch. Eyjólfsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Pétur H. Ágústsson, Helga Aðalsteins, Guðmundur Hinriksson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Unnur Hildur Valdimarsd., Jóhanna María Ríkharðsd., Arna Dögg Hjaltalín, Guðrún Björg Guðjónsd, Pálína Þorvarðardóttir og Guðný Jensdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?