Fara í efni

Opið hús vegna skipulagslýsingar fyrir Skipavíkursvæðið

08.12.2022
Fréttir

Í dag, föstudaginn 9. desember kl. 17-18, verður opið hús í Amtsbókasafninu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir hafnarsvæðið við Skipavík. Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, verða á staðnum og svara spurningum og ábendingum.

Við gerum okkur grein fyrir því að fyrirvarinn er stuttur en ástæðan fyrir því er að skipulagsráðgjafinn getur því miður ekki verið aftur á staðnum í desember. Við munum einnig bjóða upp á opið hús vegna skipulagslýsingarinnar næstkomandi miðvikudag 14. desember eftir hádegi á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs á 2. hæð í ráðhúsinu frá kl. 12:00 til kl. 17:00 eða samkvæmt samkomulagi ef annar tími hentar betur.

Skipulagslýsinguna má sjá hér og á bæjarskrifstofunni. Ábendingar varðandi lýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 30. desember 2022 (framlengt til 6. janúar 2023) að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is

Lóðarhöfum á Skipavíkursvæðinu verður boðið til sérstakra samráðsfunda í desember og janúar. Einnig verður boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og aðra hagsmuaaðila þegar að vinnslutillagan liggur fyrir í janúar eða febrúar.

Verið öll velkomin!

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi

Opið hús í Amtsbókasafni 9. desember, kl. 17-18.
Getum við bætt efni síðunnar?