Fara í efni

Mikil ánægja með Danska daga

20.08.2024
Fréttir Lífið í bænum

Liðna helgi fór fram 30 ára afmælishátíð Danskra daga. Mörg þúsund manns sóttu Hólminn heim af því tilefni og var ekki annað að sjá en fólk væri hæstánægt með hátíðarhöldin. Dagskráin var þétt og fjölbreytt svo allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Af tilefni afmælisins var margt í dagskránni sem minnti á gamla tíma og upphafsár Dönsku daganna. Hverfagrillin voru á sínum stað og víða var mikið púður lagt í skreytingar og umgjörð þeirra.

Bærinn iðaði af blómlegu mannlífi alla helgina enda nóg um að vera. Boðið var upp á markaðstorg, tivoli, uppboð, tónlistaratriði og margt fleira.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók þátt í hátíðarhöldum og ávarpaði hátíðargesti á hafnartónleikum á laugardeginum.

Einn af hápunktum helgarinnar var þegar danski kappinn Jørgen Olsen, sem sigraði Eurovision eftirminnilega árið 2000, steig á stokk á bryggjuballi og hlaut höfðinglegar móttökur. Að loknu bryggjuballi var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu sem skotið var upp frá Súgandisey.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá helginni.

Danskir dagar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?