Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Snjómokstur í Stykkishólmi
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
05.02.2024
Byggingarfulltrúi / Faglegur leiðtogi framkvæmda og eignaumsýslu
Fréttir Laus störf

Byggingarfulltrúi / Faglegur leiðtogi framkvæmda og eignaumsýslu

Leitað er að kraftmiklum byggingarfulltrúa fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm. Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
05.02.2024
Álagning fasteignagjalda
Fréttir

Álagning fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2024 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is
05.02.2024
Breyting á deiliskipulagi Reitarvegs tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi Reitarvegs tekur gildi

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna stækkunar á byggingarreit fyrir sólskála á Sæmundarreit 8. Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur samkvæmt því friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað. Leitað var umsagnar Minjastofnunar, sem veitti jákvæða umsögn.
02.02.2024
Árshátíð yngri bekkja Grunnskólans í Stykkishólmi
Fréttir

Árshátíð yngri bekkja Grunnskólans í Stykkishólmi

Árshátíð 1.-6. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram fimmtudaginn 1. febrúar nk. kl. 17:00. Undanfarið hafa nemendur æft fjölbreytt og skemmtileg atriði af kappi sem þau sýna svo á sviði í íþróttahúsinu. Er þetta er í fyrsta sinn sem Grunnskólinn nýtir þorrablótssviðið í íþróttahúsinu fyrir sína árshátíð en gera má ráð fyrir að það verði gert til framtíðar, enda mikill lærdómur í því að koma fram á stóru sviði og undirbúa hátíð af þessari stærðargráðu. Miðaverð á árshátíðina er 1000 kr. á gesti en ágóði miðasölu rennur í sjóð menningarferða 5. bekkjar og skíðaferða 7. bekkjar. Ömmur og afar eru velkomin.
31.01.2024
Breyting á deiliskipulagi tekur gildi 13. febrúar
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi tekur gildi 13. febrúar

Þann 11. september 2023, samþykkti skipulagsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms vegna fyrihugaðra breytinga á og við Aðalgötu 16 í samræmi 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. breytingartillagan felst í niðurfellingu á bílskúrsreit, stækkun og tilfærslu á byggingarreit hússins og aðlögun lóðarmarka samkvæmt því ásamt færslu á stíg aftan við húsið.
31.01.2024
Agustsonreitur - Skipulagslýsing
Fréttir Skipulagsmál

Agustsonreitur - Skipulagslýsing

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels og íbúða á Agustsonreit í Stykkishólmi. Um er að ræða sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna.
31.01.2024
Skertur opnunartími íþróttamiðstöðvar vegna þorrablóts
Fréttir

Skertur opnunartími íþróttamiðstöðvar vegna þorrablóts

Vegna þorrafagnaðar sem haldinn verður í íþróttamiðstöðinni 3. febrúar nk., lokar íþróttamiðstöðin og sundlaugin í Stykkishólmi fyrr en vant er eftirtalda daga.
29.01.2024
Hræðileg helgi í Hólminum 15.-17. febrúar
Fréttir

Hræðileg helgi í Hólminum 15.-17. febrúar

Glæpa- og draugahátíðin Hræðileg helgi í Hólminum verður haldin í annað sinn dagana 15.-17. febrúar næstkomandi. Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!
29.01.2024
Próftaka í heimabyggð
Fréttir

Próftaka í heimabyggð

Símenntun á Vesturlandi sinnir meðal annars þjónustu við fjarnema og er eitt af hlutverkum þeirra er að gera fjarnemendum kleift að taka próf í heimabyggð. Símenntun sér um að útvega aðstöðu og yfirsetufólk á viðeigandi stöðum og tímum eftir þörfum. Undanfarið hefur Grunnskólinn í Stykkishólmi haldið utan um nemendur sem sækjast eftir því að taka próf úr sínu námi í heimabyggð en breyting hefur nú orðið á því fyrirkomulagi.
26.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?