Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

107. fundur 17. september 2019 kl. 17:15 - 21:02 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Jón Sindri Emilsson aðalmaður
  • Greta María Árnadóttir aðalmaður
  • Anna Sigríður Melsted aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson formaður
  • Helga Guðmundsdóttir (HG) varamaður
Starfsmenn
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður norska hússins bsh
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson formaður
Dagskrá

1.Erindisbréf safna- og menningarmálanefndar

Málsnúmer 1909026Vakta málsnúmer

Erindisbréf safna- og menningarmálanefndar, sem samþykkt var á 372. fundi bæjarstjórnar þann 31. janúar 2019, er lagt fram.
Formaður safna- og menningarmálanefndar gerir grein fyrir nýju erindibréfi, þ. á m. hlutverki, verkefnum og stafsháttum nefndarinnar sem og réttindum og skyldum nefndarmanna.

2.Kynning á svæðisskipulagi og Svæðisgarðinum Snæfellsnesi

Málsnúmer 1904040Vakta málsnúmer

Gögn um svæðisgarðinn Snæfellsnes og svæðisskipulag Snæfelsness lögð fram, en nefndarmönnum er einnig bent á að lesa má um Svæðisgarðinn á heimasíðu hans: https://www.snaefellsnes.is/
Formaður safna- og menningarmálanefndar gerir grein fyrir starfsemi Svæðisgarðsins og svæðisskipulagi Snæfellsnes, en í svæðisskipulaginu, sem ber yfirskriftina "Andi Snæfellsness - Auðlind til sóknar" er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi. Skipulagið miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli náttúru og menningarauð Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Vakti formaður nefndarinnar sérstaka athygli nefndarmanna á umfjöllun í svæðisskipulagi um menningarauð og umfjöllun um menningarlíf og menningararfi (U5) í svæðisskipulagi í þessu sambandi.

Svæðisgarðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vinna að framgangi svæðisskipulagsins með það að markmiði að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífkjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta. Svæðisgarðurinn heldur utan um samvinnu fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæðinu.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins komi til fundar við nefndina.

3.Upplýsingar um bílastæði í miðbæ Stykkishólms

Málsnúmer 1903005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að greingargerð þar sem tekinn er saman fjöldi bílastæða á skilgreindu miðsvæði Stykkishólmbæjar skv. aðalskipulagi.
Lagt fram til kynningar þar sem tvö af söfnum bæjarins eru á umræddu svæði.

4.Ársskýrsla Eldfjallasafnsins 2018 - Starfsemi og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905065Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, kemur til fundar við safna- og menningarmálanefnd og gerir grein fyrir ársskýrslu um starfsemi Eldfjallasafnsins 2018, þar sem m.a. er farið yfir starfsemi safnsins, sögu þess, nýjungar, markaðsstarf og framtíðarsýn.
Hjördís Pálsdóttir fer yfir starfsmannamál safnins, en Hjördís fer með forstöðu Eldfjallasafns, sem og Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og Vatnasafns.

Starfmannaskipti urðu á safninu, Filip Polách hætti vorið 2018, þá tók Ewa synowsky við og var út sumarið. Sigurður Grétar Jónasson sem ráðinn var starfsmaður safnanna sumarið 2018 tók svo við umsjón safnins í ágúst 2018.

Einnig var farið yfir helstu nýjungar á safninu og gestakomur. Hjördís fór einnig yfir aðra hópa sem hafa heimsótt safnið sem og viðburði á árinu 2018.

Safna- og menningarmálanefnd þakkar Hjördísi Pálsdóttur, forstöðumanni safna, fyrir greinargóða yfirferð yfir starfsemi safnsins.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir upplýsingum um rekstur og niðurstöðu safnsins árið 2018.

5.Norska Húsið - Ársskýrsla 2018 og faglegur rekstur safnsins

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, kemur til fundar við safna- og menningarmálanefnd og fer yfir faglegan rekstur Norska Hússins, byggðasafns og ársskýrslu safnsins 2018.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir starfsmannamál á safninu árið 2018, opnunartíma, gestafjölda, sýningar og viðburði.

Safna- og menningarmálanefnd þakkar Hjördísi Pálsdóttur, forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, fyrir greinargóða yfirferð yfir starfsemi safnsins á árinu 2018 og það sem framundan er á árinu 2019.

Óskar nefndin jafnframt eftir því að forstöðumaður safna leggi fram greinargerð og geri grein fyrir stefnumótun safnsins á næsta fundi nefndarinnar, þ.m.t. söfnunar og sýningarstefnu árið 2020.

6.Matsskýrsla safnaráðs - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Málsnúmer 1905059Vakta málsnúmer

Lögð fram matsskýrsla safnaráðs vegna úttektar á Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk tilkynningu um eftirlit með viðurkenndum söfnum árið 2018, vegna 2. hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum, eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum og skilaði safnið eyðublaði safna til safnaráðs á því ári. Fyrir safnaráð starfar eftirlitsnefnd safnaráðs og lagði nefndin mat á svör safnsins og skilaði matsskýrslu sem ráðið hefur móttekið og yfirfarið.

Eyðublaðið sem safnið skilaði tók á húsakosti safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Er eyðublaðið og þessi matsskýrsla hluti af eftirliti safnaráðs með viðurkenndum söfnum og með því fær safnaráð og safnið sjálft einhvers konar yfirlit yfir stöðu safnsins og auk þess að vera skjal sem safnaráð notar til eftirlitsins, hefur eyðublaðið vonandi nýst safninu sem verkfæri til að styðja við faglegt innra starf.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, gerði grein fyrir matskýrslunni og úttekt safnaráðs á húsnæði safnins og varðveisluhúsnæði fyrir safngripi.

Safna- og menningarmálanefnd telur mikilvægt að forgangsraða fyrirliggjandi verkefndum sem fram koma í matsskýrslunni og kostnaðarmeta þau verkefni (úrbótaáætlun). Forstöðumaður safnsins mun leggja úrbótaáætlun fyrir nefndina þegar hún liggur fyrir.

7.Listsýningin Umhverfing á Snæfellsnesi 2019

Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn og upplýsingar um listsýninguna „Nr 3 Umhverfing“ sem haldin var á Snæfellnesi í sumar. Á henni var að finna verk eftir sjö tugi listamanna sem allir eiga rætur eða tengingu við Snæfellsnes.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundaáætlun safna- og menningarmálanefndar

Málsnúmer 1909025Vakta málsnúmer

Í samræmi við erindisbréf skal safna- og menningarmálanefnd gera samþykkt um fundaáætlun.
Formaður gerir grein fyrir fjárheimildum sem gerir ráð fyrir um fjórum fundum á ári og að sækja þurfi um heimild til bæjarstjórnar fari fjöldi funda umfram áætlaða fundi skv. fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.

Fundaáætlun safna- og menningarmálanefndar fyrir starfsárið 2019-2020 samþykkt með áorðnum breytingum.

9.Starfsemi Eldfjalla- og Vatnasafns á árinu 2019

Málsnúmer 1909024Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safnanna í Stykkishólmi, gerir grein fyrir starfsemi safna í Stykkishólmsbæ á árinu 2019 og stöðu fyrir haustið 2019.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, gerir grein fyrir starfsemi safna í Stykkishólmsbæ á árinu 2019. Einnig var farið yfir opnunartima veturinn 2019-2020 og starfsfólk.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að forstöðumaður safna leggi fyrir nefndina á næsta fundi hennar stefnumótun fyrir söfnin.

10.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Sigurbjörnsdóttur þar sem saga Ljósmyndasafns Stykkishólms er dregin saman, gerð grein fyrir skráningu og frágangi ljósmynda í gegnum tíðina og að lokum er samandregið yfirlit yfir stöðu safnsins í dag og fyrirliggjandi verkefni.

Á 600. fundi bæjarráðs var bókað að ráðið telur mikilvægt að sinna vel Ljósmyndasafni Stykkishólms og vísar greinargerðinni til safna- og menningarmálanefndar til umsagnar.
Á fund safna- og menningarmálanefndar mæta Sigurlína Sigurbjörnsdóttur og Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafns og Ljósmyndasafns Stykkishólms, til þess að ræða stöðu ljósmyndasafnsins, ásamt Hjördísi Pálsdóttur, forstöðumanni Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns.

Sigurlína Sigurbjörnsdóttur gerði grein fyrir greinargerð sinni um Ljósmyndasafn Stykkishólms og því næst fóru fram umræður um safnið í heild sinni.

Safna- og menningarmálanefnd vill vekja athygli á að kerfi Ljósmyndasafns hefur ekki verið uppfært frá árinu 2012.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir því að forstöðumaður Amtsbókasafns taki saman greinargerð um framtíð safnsins og skoði þá möguleika sem standa til boða og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt að vísa málinu til frekari vinnslu í safna- og menningarmálanefnd.

11.Upplýsingamiðstöð í Eldfjallasafni

Málsnúmer 1905058Vakta málsnúmer

Á Eldfjallasafninu var til tilraunar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn seinnihluta sumars. Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna í Stykkishólmi, kemur til fundar við nefndinna og gerir grein fyrir verkefninu. Þá gerir formaður grein fyrir hugmyndum um að notast í ríkari mæli við tæknilausnir til að styðja við upplýsingagjöf til gesta upplýsingamiðstöðvar, ef verkefninu verður haldið áfram, en sá möguleiki er t.d. fyrir hendi að setja upp upplýsingaskjá (snertiskjá) með gagnagrunni frá Svæðisgarðinum.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, gerir grein fyrir því hvernig verkefnið hafi tekist í sumar.

Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við að á safninu sé jafnframt upplýsingamiðstöð til tilraunar áfram. Þá telur nefndin að upplýsingaskjár með gagnagrunni frá Svæðisgarðinum væri heppileg viðbót og myndi styðja við starfsemi upplýsingamiðstöðvar á safninu.

12.Menningarstefna Stykkishólmsbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Menningarstefna Stykkishólmsbæjar frá árinu 2016 er lögð fram, en samkvæmt Menningarstefnu Stykkishólmsbæjar skal safna- og menningarmálanefnd ár hvert endurskoða stefnuna.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

13.Stýrihópur um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi

Málsnúmer 1901038Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi, en á 603. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð skýrslunni til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd.

Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn skipaði í janúar 2019 stýrihóp til að móta stefnu um bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Helsta hlutverk hópsins var að kanna viðhorf bæjarbúa til slíkra hátíða, meta samfélagsleg áhrif þeirra, efnahagslegan ávinning og þá arfleifð sem þær skila samfélaginu. Auk þess að gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi/framtíðarstefnu slíkra hátíða, greina og móta markmið þeirra og útfæra aðkomu bæjarins að þeim.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

14.Skráning listmuna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1905062Vakta málsnúmer

Listmunir í eigu Stykkishólmbæjar eru staðsettir víða í stofnunum bæjarins. Tæmandi skráning listmuna Stykkishólmsbæjar er hins vegar ekki fyrir hendi. Bæjarstjóri lagði til að hafinn verði vinna við skráning listmuna í eigu Stykkishólmsbæjar. Á 603. fundi bæjarráðs var tillögu um skráningu listmuna vísað til umfjöllunar í safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd telur mikilvægt upp á verðveislu menningarminja að skráning listmuna fari fram.

15.Búðanes og Hjallatangi - göngustígar og skilti

Málsnúmer 1904035Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri óskar eftir afstöðu safna- og menningamálananefndar hvað varðar lagningu göngustíga og skilta við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verði með þjóðminjaverndarsvæði og sögu Stykkishólms í samráði við Minjastofnun Íslands. Í þessu sambandi eru lögð fyrir umhverfis- og náttúruverndarnefnd gögn um þjóðminjaverndarsvæði í Stykkishólmsbæ, ásamt öðrum gögnum tengdu verkefninu.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

16.Upplýsingaskilti um The Secret Life of Walter Mitty á hafnarsvæði

Málsnúmer 1905066Vakta málsnúmer

Fjölmargir ferðamenn gera sér ferð í Stykkishólm til þess að sjá tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í bænum og er þar þyrluatriði myndarinnar sérstaklega vinsælt. Ljóst að fjölmargir gestir sýna því áhuga að sjá umhverfið úr myndinni með eigin augum. Fyrir liggur því sú hugmynd að setja upp upplýsingaskilti um kvikmyndina um The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp m.a. á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi og staðsetja það á horninu hjá grassvæði sem staðsett er hinum meginn við gamla apótekið.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

17.Hafmeyjan - Varðveisla, endurgerð og staðsetning

Málsnúmer 1905063Vakta málsnúmer

Formaður safna- og menningamálanefndar gerir grein fyrir hugmyndum sem eru uppi um að setja á ný upp styttuna af Hafmeyjunni sem var hluti af gosbrunni sem áður var í Kvenfélagsgarðinum.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

18.Upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi

Málsnúmer 1905064Vakta málsnúmer

Veðurathuganarstöðinni í Stykkishólmi var 17. maí sl. veitt viðurkenning fyrir samfellda mælisögu í yfir 100 ár, en í haust verða 174 ár síðan veðurathuganir hófust í Stykkishólmi sem gerir stöðina í Stykkishólmi elstu veðurathugnarstöðina á Íslandi. Fulltrúar frá Veðurstofu Ísland fluttu erindi í tilefni af þessum tímamótum og var viðurkenningarskjöldur Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar afhjúpaður í Norska húsinu þar sem veðurathuganir hófust hér í Stykkishólmi.

Formaður fer yfir hugmyndir að upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi fyrir framan núverandi veðurathuganarstöð hér í Stykkishólmi til þess að vekja athygli íbúa og gesta á þessari sögu hér í Stykkishólmi, til viðbótar því sem gert er í Norska húsinu.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

19.Everything about Iceland - Upplýsingaskjár fyrir ferðamenn

Málsnúmer 1905012Vakta málsnúmer

Framlagt erindi frá Everything about Iceland um samstarf við Stykkishólmsbæ, en félagið hefur það að markmiði að setja ferðamannabæklinga í rafrænt form með nýrri og betri lausn sem auðveldar erlendum ferðamönnum að finna afþreyingu við sitt hæfi. Everything About Iceland gerir þetta með því að notast við snertiskjái sem settir eru upp á ferðamannastöðum víðsvegar um landið í þeim tilgangi að ná til ferðamanna. Ferðamenn geta því tekið allar upplýsingar úr snertiskjáum Everything About Iceland með sér í símann með vefappi Everything About Iceland.

Bæjarráð samþykkti á 600. fundi ráðsins að taka þátt í verkefninu með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist m.a. frá safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við snertiskjáir verði settir upp í söfnum bæjarins, en telur að snertiskjár með gagnagrunni Svæðisgarðsins nýtist betur en sá sem gerð er tillaga um hér.

Fundi slitið - kl. 21:02.

Getum við bætt efni síðunnar?