Hafmeyjan - Varðveisla, endurgerð og staðsetning
Málsnúmer 1905063
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Formaður safna- og menningamálanefndar gerir grein fyrir hugmyndum sem eru uppi um að setja á ný upp styttuna af Hafmeyjunni sem var hluti af gosbrunni sem áður var í Kvenfélagsgarðinum.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Formaður safna- og menningamálanefndar gerir grein fyrir hugmyndum sem eru uppi um að setja á ný upp styttuna af Hafmeyjunni sem var hluti af gosbrunni sem áður var í Kvenfélagsgarðinum. Þá eru lagðar eru fram ljósmyndir af Hafmeyjunni, sem er nú í geymslu í stúkunni við íþróttavöll Stykkishólms.
Safna- og menningarmálanefnd tekur vel í það að málið verði unnið áfram og tekið aftur til umfjöllunar í nefndinni þegar frekari upplýsingar og gögn liggja fyrir, en leggur áherslu á að afla þurfi kostnaðarmats við lagfæringu styttunnar. Jafnframt telur nefndin að afla mætti frekari upplýsinga og gagna um fyrrum staðsetningu hennar og eignarhald, sögu verksins og hugmyndir að staðsetningu hennar í Hólmgarðinum frá Kvenfélaginu Hringnum Stykkishólmi.
Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021
Á 109. fundi Safna- og menningarmálanefndar tók nefndin vel í þær hugmyndir sem uppi eru um að setja á ný upp styttuna af Hafmeyjunni sem var hluti af gosbrunni sem áður var í Kvenfélagsgarðinum. Nefndin lagði til að málið yrði unnið áfram og tekið aftur til umfjöllunar í þegar frekari upplýsingar og gögn liggja fyrir, en lagði áherslu á að afla þurfi kostnaðarmats við lagfæringu styttunnar. Jafnframt taldi nefndin að afla mætti frekari upplýsinga og gagna um fyrrum staðsetningu hennar og eignarhald, sögu verksins og hugmyndir að staðsetningu hennar í Hólmgarðinum frá Kvenfélaginu Hringnum Stykkishólmi.
Frumkostnaðarmat hefur verið unnið vegna viðgerða á hafmeyjunni og sótt um styrk í samræmi við það í styrktarsjóð EBÍ (Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands). Skv. reglum sjóðsins skal úthlutun lokið fyrir lok júní.
Frumkostnaðarmat hefur verið unnið vegna viðgerða á hafmeyjunni og sótt um styrk í samræmi við það í styrktarsjóð EBÍ (Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands). Skv. reglum sjóðsins skal úthlutun lokið fyrir lok júní.
Lagt fram til kynningar.