Upplýsingaskilti um The Secret Life of Walter Mitty á hafnarsvæði
Málsnúmer 1905066
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Fjölmargir ferðamenn gera sér ferð í Stykkishólm til þess að sjá tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í bænum og er þar þyrluatriði myndarinnar sérstaklega vinsælt. Ljóst að fjölmargir gestir sýna því áhuga að sjá umhverfið úr myndinni með eigin augum. Fyrir liggur því sú hugmynd að setja upp upplýsingaskilti um kvikmyndina um The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp m.a. á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi og staðsetja það á horninu hjá grassvæði sem staðsett er hinum meginn við gamla apótekið.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Fjölmargir ferðamenn gera sér ferð í Stykkishólm til þess að sjá tökustað kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty í bænum og er þar þyrluatriði myndarinnar sérstaklega vinsælt. Ljóst að fjölmargir gestir sýna því áhuga að sjá umhverfið úr myndinni með eigin augum.
Fyrir liggur því sú hugmynd að setja upp upplýsingaskilti um kvikmyndina um The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp m.a. á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi og staðsetja það á horninu hjá grassvæði sem staðsett er hinum meginn við gamla apótekið.
Óskar bæjarstjóri eftir afstöðu safna- og menningarmálanefndar til þessarar hugmyndar.
Fyrir liggur því sú hugmynd að setja upp upplýsingaskilti um kvikmyndina um The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp m.a. á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi og staðsetja það á horninu hjá grassvæði sem staðsett er hinum meginn við gamla apótekið.
Óskar bæjarstjóri eftir afstöðu safna- og menningarmálanefndar til þessarar hugmyndar.
Safna- og menningarmálanefnd tekur vel í þessa hugmynd og staðsetningu á svæðinu til móts við Gamla-Apótekið (t.d. suðvestan megin) og mælir með því að málið verði unnið áfram og jafnframt í því sambandi að huga að öðrum kvikmyndum, auglýsingum eða sjónvarpsþáttum.