Búðanes og Hjallatangi - göngustígar og skilti
Málsnúmer 1904035
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Bæjarstjóri óskar eftir afstöðu safna- og menningamálananefndar hvað varðar lagningu göngustíga og skilta við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verði með þjóðminjaverndarsvæði og sögu Stykkishólms í samráði við Minjastofnun Íslands. Í þessu sambandi eru lögð fyrir umhverfis- og náttúruverndarnefnd gögn um þjóðminjaverndarsvæði í Stykkishólmsbæ, ásamt öðrum gögnum tengdu verkefninu.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Bæjarstjóri óskar eftir afstöðu safna- og menningamálananefndar hvað varðar lagningu göngustíga og skilta við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verði með þjóðminjaverndarsvæði og sögu Stykkishólms í samráði við Minjastofnun Íslands. Óskað var jafnframt eftir afstöðu umhverfis- og náttúruverndarnefndar um verkefnið sem á 53. fundi sínum tók vel í hugmyndina og gerði ekki athugasemd við að gerðir yrðu göngustígar og sett skilti á umræddu svæði. Jafnframt lagði umhverfis- og náttúruverndarnefnd til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að vinna málið áfram.
Lögð eru fyrir safna- og menningarmálanefnd gögn og upplýsingar um þjóðminjaverndarsvæði í Stykkishólmsbæ, ásamt öðrum gögnum tengdu verkefninu, þ.m.t. drög að greinargerð í þessu sambandi.
Lögð eru fyrir safna- og menningarmálanefnd gögn og upplýsingar um þjóðminjaverndarsvæði í Stykkishólmsbæ, ásamt öðrum gögnum tengdu verkefninu, þ.m.t. drög að greinargerð í þessu sambandi.
Safna- og menningarmálanefnd tekur undir með afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Safna- og menningarmálanefnd - 110. fundur - 15.06.2020
Lögð fram greinargerð ásamt öðrum gögnum tengdri vinnu í tengslum við göngustíga og skilti við Búðarnes og Hjallatanga.
Safna- og Menningarmálarmálanefnd hvetur Stykkishólmsbæ til að leggja áherslu á styrkumsóknir fyrir verkefnið og leita jafnframt samstarfs um framhald þess við fræðasamfélagið og Minjastofnun.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Safna- og menningarmálanefnd - 4. fundur - 01.07.2024
Lögð fram greinargerð ásamt öðrum gögnum tengdri vinnu í tengslum við göngustíga og skilti við Búðarnes og Hjallatanga.
Lagt fram til kynningar.