Norska Húsið - Ársskýrsla 2018 og faglegur rekstur safnsins
Málsnúmer 1905061
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, kemur til fundar við safna- og menningarmálanefnd og fer yfir faglegan rekstur Norska Hússins, byggðasafns og ársskýrslu safnsins 2018.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Á 108. fundi safna- og menningarmálanefndar kom Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, til fundar við safna- og menningarmálanefnd og fór yfir faglegan rekstur Norska Hússins, byggðasafns og ársskýrslu safnsins 2018. Safna- og menningarmálanefnd óskaði eftir á sama fundi að forstöðumaður safna leggi fram greinagerð og geri grein fyrir stefnumótun safnsins, þ.m.t. söfnunar og sýningarstefnu árið 2020, og eru drög að henni lögð fram.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska Hússins, kemur til fundar við nefndina og gerir grein fyrir drögum að söfnunar og sýningarstefnu árið 2020.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar Hjördísi fyrir framlögð drög að söfnunar- og sýningarstefnu og yfirferð hennar yfir fyrirliggjandi drög. Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að fara betur yfir safna- og sýningarstefnu 2020-2025 á næsta fundi nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar Hjördísi fyrir framlögð drög að söfnunar- og sýningarstefnu og yfirferð hennar yfir fyrirliggjandi drög. Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að fara betur yfir safna- og sýningarstefnu 2020-2025 á næsta fundi nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska Hússins, kom til fundar við Safna- og menningarmálanefnd á síðasta fundi nefndarinnar og gerði grein fyrir drögum að söfnunar- og sýningarstefnu fyrir árin 2020-2025. Nefndin þakkaði Hjördísi fyrir framlögð drög að söfnunar- og sýningarstefnu og yfirferð hennar á þeim. Þá samþykkti nefndin að fara betur yfir stefnuna á næsta fundi.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að söfnunar- og sýningarstefnu fyrir árin 2020-2025 með áorðnum breytingum.
Safna- og menningarmálanefnd - 110. fundur - 15.06.2020
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna, kom á síðasta fund Safna- og menningarmálanefndar og gerði þar grein fyrir drögum að söfnunar og sýningarstefnu árið 2020.
Safna- og menningarmálanefn vísaði á síðasta fundi sínum fyrirliggjandi drögum til frekari umfjöllunar í nefndinni.
Á 608. fundi bæjarráðs var söfnunar og sýningarstefnu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árin 2020-2025 vísað til Byggðasamlags Snæfellinga.
Á fundi framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga, 18. desember 2019, var söfnunar og sýningarstefnu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árin 2020-2025 vísað til aðalfundar Byggðasamlags Snæfellinga.
Þá eru lagt fram erindi framkvæmdastjóra safnaráðs þar sem tilkynnt er um úthlutun Öndvegisstyrks til Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið - samkvæmt aðalúthlutun safnasjóðs 2020 til nýrrar grunnsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Norska hússins þar sem óskað var eftir tilnefningum frá framkvæmdarstjórum sveitarfélagana á Snæfellsnesi fyrir hugarflugsfund þar sem efni og innihald sýningarinnar er rætt, en formenn safna- og menningarmálanefndar eru fulltrúar sveitarfélaganna á þeim fundum.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, gerir safna- og menningarmálanefnd grein fyrir stöðu málsins og næstu skrefum.
Safna- og menningarmálanefn vísaði á síðasta fundi sínum fyrirliggjandi drögum til frekari umfjöllunar í nefndinni.
Á 608. fundi bæjarráðs var söfnunar og sýningarstefnu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árin 2020-2025 vísað til Byggðasamlags Snæfellinga.
Á fundi framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga, 18. desember 2019, var söfnunar og sýningarstefnu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árin 2020-2025 vísað til aðalfundar Byggðasamlags Snæfellinga.
Þá eru lagt fram erindi framkvæmdastjóra safnaráðs þar sem tilkynnt er um úthlutun Öndvegisstyrks til Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið - samkvæmt aðalúthlutun safnasjóðs 2020 til nýrrar grunnsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Norska hússins þar sem óskað var eftir tilnefningum frá framkvæmdarstjórum sveitarfélagana á Snæfellsnesi fyrir hugarflugsfund þar sem efni og innihald sýningarinnar er rætt, en formenn safna- og menningarmálanefndar eru fulltrúar sveitarfélaganna á þeim fundum.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, gerir safna- og menningarmálanefnd grein fyrir stöðu málsins og næstu skrefum.
Forstöðumaður Norska hússins gerir grein fyrir stöðu mála og nýúthlutuðum öndvegisstyrk að fjárhæð 9,5 mkr. til Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020
Hjördís Pálsdóttir, formaður byggðasafns, gerir grein fyrir stöðu verkefna byggðasafnsins.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur byggðasamlagið til að endurskoða geymsluhúsnæði byggðasafnsins, m.t.t. brunavarna, sem safnaráð gerði athugasemdir við árið 2019.
Safna- og menningarmálanefnd - 112. fundur - 10.02.2021
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður byggðasafns, gerir grein fyrir starfsemi safnsins og stöðu verkefna.
Forstöðumaður gerði grein fyrir starfsemi safnsins og helstu verkefnum.
Safna- og menningarmálanefnd leggur áherslu við byggðasamlag Snæfellinga og sveitarfélögin á Snæfellsnesi að huga þarf að eða endurnýjun á safngeymslu í samræmi við athugasemdir safnaráðs.
Safna- og menningarmálanefnd leggur áherslu við byggðasamlag Snæfellinga og sveitarfélögin á Snæfellsnesi að huga þarf að eða endurnýjun á safngeymslu í samræmi við athugasemdir safnaráðs.
Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021
Lögð fram söfnunar- og sýningarstefna 2021-2026 ásamt gögnum sem tengjast vinnu við nýja grunnsýningu í safninu.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, gerir nefndinni nánari grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið varðandi nýja grunnsýningu safnsins.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, gerir nefndinni nánari grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið varðandi nýja grunnsýningu safnsins.
Hjördís Pálsdóttir gerir grein fyrir verkefninu og starfsemi undanfain misseri. Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í vinnuna.
Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021
Forsöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH og minnisblaði sínu.
Lagt fram til kynningar.
Safna- og menningarmálanefnd - 115. fundur - 18.10.2021
Forsöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri.
Lagt fram til kynningar.
Safna- og menningarmálanefnd - 2. fundur - 31.05.2023
Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri.
Forstöðumaður gerir nefndinni munnlega grein fyrir starfseminni.
Safna- og menningarmálanefnd - 3. fundur - 28.11.2023
Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri.
Lagt fram til kynningar.
Safna- og menningarmálanefnd - 4. fundur - 01.07.2024
Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri og það sem er framundan.
Forstöðumaður leiðir nefndarmenn um nýja grunnskýningu Norska Hússins, Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900.
Forstöðumaður leiðir nefndarmenn um nýja grunnskýningu Norska Hússins, Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir greinargóða yfirferð.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar sérstaklega nýrri grunnsýningu í Norska húsinu sem opnaði í september 2023, en sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900.“
Safna- og menningarmálanefnd fagnar sérstaklega nýrri grunnsýningu í Norska húsinu sem opnaði í september 2023, en sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900.“
Safna- og menningarmálanefnd þakkar Hjördísi Pálsdóttur, forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, fyrir greinargóða yfirferð yfir starfsemi safnsins á árinu 2018 og það sem framundan er á árinu 2019.
Óskar nefndin jafnframt eftir því að forstöðumaður safna leggi fram greinargerð og geri grein fyrir stefnumótun safnsins á næsta fundi nefndarinnar, þ.m.t. söfnunar og sýningarstefnu árið 2020.