Stýrihópur um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi
Málsnúmer 1901038
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi, en á 603. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð skýrslunni til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd.
Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn skipaði í janúar 2019 stýrihóp til að móta stefnu um bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Helsta hlutverk hópsins var að kanna viðhorf bæjarbúa til slíkra hátíða, meta samfélagsleg áhrif þeirra, efnahagslegan ávinning og þá arfleifð sem þær skila samfélaginu. Auk þess að gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi/framtíðarstefnu slíkra hátíða, greina og móta markmið þeirra og útfæra aðkomu bæjarins að þeim.
Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn skipaði í janúar 2019 stýrihóp til að móta stefnu um bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Helsta hlutverk hópsins var að kanna viðhorf bæjarbúa til slíkra hátíða, meta samfélagsleg áhrif þeirra, efnahagslegan ávinning og þá arfleifð sem þær skila samfélaginu. Auk þess að gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi/framtíðarstefnu slíkra hátíða, greina og móta markmið þeirra og útfæra aðkomu bæjarins að þeim.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til næsta fundar nefndarinnar.
Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019
Lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi, en á 603. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð skýrslunni til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn skipaði í janúar 2019 stýrihóp til að móta stefnu um bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Helsta hlutverk hópsins var að kanna viðhorf bæjarbúa til slíkra hátíða, meta samfélagsleg áhrif þeirra, efnahagslegan ávinning og þá arfleifð sem þær skila samfélaginu. Auk þess að gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi/framtíðarstefnu slíkra hátíða, greina og móta markmið þeirra og útfæra aðkomu bæjarins að þeim.
Safna- og menningarmálanefnd frestar málinu til næsta fundar.
Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019
Lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi, en á 603. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð skýrslunni til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn skipaði í janúar 2019 stýrihóp til að móta stefnu um bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Helsta hlutverk hópsins var að kanna viðhorf bæjarbúa til slíkra hátíða, meta samfélagsleg áhrif þeirra, efnahagslegan ávinning og þá arfleifð sem þær skila samfélaginu. Auk þess að gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi/framtíðarstefnu slíkra hátíða, greina og móta markmið þeirra og útfæra aðkomu bæjarins að þeim.
Safna- og menningarmálanefnd telur skýrslu Stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi gefa gagnlega mynd af stöðunni og skapa góðan umræðugrundvöll um framtíð þessara mála, sér í lagi Danskra daga. Samkvæmt skýrslunni virðist það vera einna helst Danskir dagar sem þarfnist endurskoðunar og er safna- og menningarmálanefnd sammála því.
Safna- og menningarmálanefnd telur því þörf á að endurskilgreina aðkomu Stykkishólmsbæjar að Dönskum dögum, enda hafi þunginn af hátíðinni hvílt í meginatriðum á herðum bæjarins og hafi aðkoma bæjarins verið að aukist frá ári til árs.
Safna- og menningarmálanefnd telur að breyta mætti núverandi aðkomu Stykkishólmsbæjar að hátíðinni, t.d. þannig að aðkoma bæjarins með beinum fjárstyrkjum ætti að vera annað hvert ár, þá á móti Norðurljósahátíðinni, og þá mætti taka tímasetningu Danskra daga til endurskoðunar, t.d. í þriðju helgina í júní (sumarsólstöðuhátíð og danska Sankt Hans aften hátíðin).
Safna- og menningarmálanefnd telur því þörf á að endurskilgreina aðkomu Stykkishólmsbæjar að Dönskum dögum, enda hafi þunginn af hátíðinni hvílt í meginatriðum á herðum bæjarins og hafi aðkoma bæjarins verið að aukist frá ári til árs.
Safna- og menningarmálanefnd telur að breyta mætti núverandi aðkomu Stykkishólmsbæjar að hátíðinni, t.d. þannig að aðkoma bæjarins með beinum fjárstyrkjum ætti að vera annað hvert ár, þá á móti Norðurljósahátíðinni, og þá mætti taka tímasetningu Danskra daga til endurskoðunar, t.d. í þriðju helgina í júní (sumarsólstöðuhátíð og danska Sankt Hans aften hátíðin).
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar sem unnið var að beiðni formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar til upplýsinga fyrir nefndina um vinnu sem innt var af hendi í tengslum við framtíðarsýn fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Málefnið var tekið til umfjöllunar á síðasta ári í fastanefndum bæjarins og bæjarstjórn, eftir að stýrihópur um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi lauk störfum.
Þá er jafnframt lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi ásamt fylgiskjölum.
Þá er jafnframt lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi ásamt fylgiskjölum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir yfir ánægju með skýrslu stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi og afgreiðslu bæjarstjórnar frá 12. desember 2019.
Ungmennaráð - 19. fundur - 03.03.2022
Danskir dagar voru ræddir, möguleikar í kringum hátíðina, starfshópur eða hátíðarnefnd, öflun fjármagns og aðgangseyrir. Ráðið og fleiri ungmenni óska eftir því að Danskir dagar verði haldnir í óbreyttu eða jafnvel stærra sniði en áður.
Sjómannadagurinn var einnig ræddur.
Sjómannadagurinn var einnig ræddur.
Hugmynd kom fram um að Stykkishólmsbær eða fyrirtæki í bænum gætu séð fyrir smáviðburðum, t.d. tónleikum eða bryggjuballi.