Kynning á svæðisskipulagi og Svæðisgarðinum Snæfellsnesi
Málsnúmer 1904040
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019
Gögn um svæðisgarðinn Snæfellsnes og svæðisskipulag Snæfelsness lögð fram, en nefndarmönnum er einnig bent á að lesa má um Svæðisgarðinn á heimasíðu hans: https://www.snaefellsnes.is/
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020
Ragnhildur Sigurðardóttir forstöðumaður Svæðisgarðsins Snæfellsnes mætir til fundarins og gerir grein fyrir stuðningi Svæðisgarðsins við atvinnulífið á Snæfellsnesi og áform þess á næsta ári.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur stjórn og starfsmenn Svæðisgarðsins Snæfellsness til að leggja aukna áherslu á að hvetja til og styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf til að fjölga störfum og auka fjölbreytni í atvinnulífi til viðbótar við samskonar starfsemi á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021
Lögð fram gögn um svæðisgarðinn Snæfellsnes og svæðisskipulag Snæfelsness, en nefndarmönnum er einnig bent á að lesa má um Svæðisgarðinn á heimasíðu hans: https://www.snaefellsnes.is/.
Í svæðisskipulaginu, sem ber yfirskriftina "Andi Snæfellsness - Auðlind til sóknar" er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi. Skipulagið miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli náttúru og menningarauð Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Sérstök athygli er vakin á umfjöllun í svæðisskipulagi um menningarauð og umfjöllun um menningarlíf og menningararfi (U5) í svæðisskipulagi í þessu sambandi. Svæðisgarðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vinna að framgangi svæðisskipulagsins með það að markmiði að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífkjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.
Í samræmi við fyrri afgreiðslu safna- og menningarmálanefnd kemur framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins til fundar við nefndina til að gera nánari grein fyrir starfsemi Svæðisgarðsins.
Í svæðisskipulaginu, sem ber yfirskriftina "Andi Snæfellsness - Auðlind til sóknar" er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi. Skipulagið miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli náttúru og menningarauð Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Sérstök athygli er vakin á umfjöllun í svæðisskipulagi um menningarauð og umfjöllun um menningarlíf og menningararfi (U5) í svæðisskipulagi í þessu sambandi. Svæðisgarðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vinna að framgangi svæðisskipulagsins með það að markmiði að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífkjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.
Í samræmi við fyrri afgreiðslu safna- og menningarmálanefnd kemur framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins til fundar við nefndina til að gera nánari grein fyrir starfsemi Svæðisgarðsins.
Ragnhildur, framkvæmdastjóri Svæðisgarðisnis, fer yfir starfsemi og gerir grein fyrir helstu verkefnum sem Svæðisgarðurinn hefur komið að.
Svæðisgarðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vinna að framgangi svæðisskipulagsins með það að markmiði að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífkjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta. Svæðisgarðurinn heldur utan um samvinnu fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæðinu.
Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins komi til fundar við nefndina.